Hvað gaf frúin í Hamborg þér í gær?

Það á að gera gamla franska spítalann á Fáskrúðsfirði upp. Verkið er talið kosta um 400 miljónir króna og verður að sögn að mestu fjármagnað Fjarðabyggð og Minjanefnd og af styrkjum, sem meðal annars vinabær Fáskrúðsfjarðar nú Fjarðabyggðar leggur til. Verkið á að taka tvö ár svo menn verða að hafa hraðar hendur og ekki má standa á styrkjunum. Er þetta ekki svipuð upphæð og áætlað var að nýr leiksskóli í Neskaupstað kosti?

Elsta húsið í Neskaupstað er gamla Lúðvíkshúsið. Það hefur verið friðað í einhverja áratugi og aldrei hafa verið til peningar til að gera það upp. Ekki veit ég hvort það hefði kostað eins mikið og Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði en trúlega hefðu engir franskir styrkir fengist til verksins eða loforð þar um. Gamla Lúðvíkshúsið á auðvitað bara að rífa. Það hefur ekkert sögulegt eða menningarlegt gildi annað en að vera elsta húsið í bænum og varla til nýtileg spýta í því lengur. Og verði það rifið má vitna til orða Bjarna Þórðarsonar fyrrverandi bæjarstjóra; „það verður þá bara eitthvað annað hús elst“.En málið snýst ekki um uppbyggingu gamalla húsa, málið snýst um forgangsröðun. Það fær mig enginn til að trúa því að það kosti „bara“ 400 milljónir að gera franska spítalann upp, og flytja hann spýtu fyrir spýtu inn á Búðir,  það mætti segja mér að sú upphæð sem til þarf yrði helmingi hærri – það er að segja ef sveitarstjórn Fjarðabyggðar er svo vitlaus að ráðast í verkið – þrátt fyrir styrkina. Og hvaða tryggingu hefur hún fyrir fjármagni úr Minjanefnd, eru ekki allar slíkar nefndir í fjársvelti?

Þarna á víst að koma glæsilegt hótel og mér er spurn vantar hótelpláss í Fjarðabyggð? Ég held ekki, en það vantar leikskóla á Norðfirði. Þarna á líka að koma aðstaða til fundahalda og ráðstefna – er ekki  næg aðstað til þess í Fjarðabyggð? Og hugsa sér gamla líkhúsið verður byggt upp og verður væntanlega flottasta svíta landsins. Hvað er fólk eiginlega að hugsa, eða er það yfirleitt eitthvað að hugsa um annað en eigin orðstír? 

Bæjarskrifstofurnar í Neskaupstað voru rýmdar vegna lekavandamála. Létt verk og löðurmannlegt að gera við segja smiðir. En það lekur líka á Reyðarfirði, Molinn hriplekur eða lak, því auðvitað var farið strax í að lagfæra það. En það hriplekur í nýju slökkvistöðinni, stendur kannski til að flytja starfsemina þar í Molann? Leikskólinn lekur, ætlar bæjarráðið að láta færa hann í Molann? Ég veit að ég mæli fyrir munn margra, sérstaklega þó Norðfirðinga, þegar ég segi að við séum öll orðin hundleið á þessum yfirgangi sem okkur er sýndur. Og það er endalaust talað niður til okkar. Við eigum að grípa andann á lofti þegar yfirvaldið talar. Og það sem verra er að þetta kusum við yfir okkur í þeirri góðu trú að hérna yrði áfram blómlegt mannlíf, en af hálfu bæjaryfirvalda hefur nánast allt verið gert til að til að svo sé ekki.

Hefur einhver séð staf frá bæjarstjórninni þar sem fjallað er um lokun sýsluskrifstofunnar hér? Ekki ég. Ég veit ekki af hverju mér dettur í hug einhverskonar leikur. Að setja í horn, skipið kom að landi í gær, svo ég gleymi nú ekki Frúnni í Hamborg. Þar sem ekki má segja já eða nei, og ekki svart eða hvítt, en ýmis orðskrípi notuð svo sem kannski, ekki veit ég það nú, má vera og svo framvegis. Þess vegna spyr ég eins og barn;  „Hvað gaf frúin í Hamborg þér í gær?“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir því sem mér skilst þá þarf fjarðabyggð ekki að leggja neitt af mörkum þessa verkefnis nema lóð ! En fær húsið síðan til afnota . Frakkar ætla að fjármagna þetta að mestu og það væri kjánaskapur að segja nei við því......

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 15:21

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég skal éta hattinn minn - ég á að vísu bara loðhúfu - ef Fjarðabyggð þarf ekki að leggja neitt af mörkum nema lóð. Það er kjánaskapur að halda svona fram - eða óhófleg bjartsýni.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.3.2010 kl. 23:28

3 identicon

Verði þér hatturinn að góðu eða loðhúfan ! Kynning kjörinna fulltrúa fjarðarbyggðar fullvissuðu fundargesti íbúasamtaka Fáskrúðsfjarðar um þetta ! Og varla er það í starfslýsingu þeirra að ljúga að tilvonandi kjósendum.Að vísu hef ég ekki setið sem fulltrúi fyrir nokkurt bæjarfélag og þekki kannski ekki starfið nógu vel.

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband