Eru vættir Íslands að verki?

Einhverjir hafa sagt að vættir landsins væru nú að verki. Sérstaklega beina þeir sjónum sínum að Bretlandi sem verður af tugum milljóna punda vegna röskunar á flugi. Ég heyrði á tal manna um daginn sem sögðu að nú þyrfti sterka norðan eða norðvestan átt til að koma helvítis öskunni til Bretlands, til Gordons Brown! En það er ekki málið þó einhverjir kaupsýslu- og ferðamenn komist ekki leiðar sinnar, málið er að askan frá gosinu getur valdið stórtjóni hér á landi, sérstaklega hjá bændum.
mbl.is Öllu flugi um Lundúnir aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Ásatrúar menn sendu bölbænir á Bretana

maggi (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 09:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er einmitt spáð stífri norðanátt á næstu dögum. Þá blæs þessu öllu út á haf og veldur litlu tjóni hér, en flugumferð milli Evrópu og Ameríku mun stöðvast.

IceSave, hvað er það?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2010 kl. 10:15

3 Smámynd: Agla

Sammála!

Þetta gos er, greinilega, af völdum Landvætta okkar. Því linnir ekki fyrr en "Brúnki" og þessi hollenski koma skríðandi á öllum fjórum til Bessastaða, með Icesave og Hryðjuverkja skaðabætur í rassvasanum.

Mér skilst að allar "væntingar standi til" að hraunstraumurinn verði "tært" gull (24 karat?) og að þar með sé okkur tryggt sæti í Öryggisráði S.Þ. og Mannréttindastofnuninni,o.s.frv.! Við gætum þá líka lánað Útrásarsnillingunum fyrir því sem þeir skulda okkur ; keypt einkaþotur fyrir forsetann, ríkisstjórnina og formenn stjórnmálaflokka, svo þeir séu ekki upp á aðra komnir þegar þeir þurfa að skreppa til útlandanna í embættiserindum (golf eða afmælisveislur o.s.frv.).Krónan myndi fljúga upp og ég myndi geta keypt mér nýja hrærivél!

Kr´

Agla, 15.4.2010 kl. 11:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er reyndar ekki svo langsótt að ætla að þetta geti styrkt krónuna. Rekstrarstöðvun flugfélaga í Evrópu er nefninlega byrjuð að hafa slæm áhrif á hlutabréfamarkaði og ef þetta veldur miklum samgöngutruflunum er ljóst að það er mikið tjón fyrir hagkerfið í heild. Ef Evran fellur þýðir það styrkingu krónu!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.4.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 160338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband