Skemmtisögur af Norðfirðingum og ...

Það var á eftir síldarárum þegar einungis var saltað var hjá SVN og einum öðrum stað í Neskaupstað að einn matsmaðurinn á plani SVN, Jóhannes Sveinbjörnsson, bauð til lokahófs. Ekki vildi betur til en í veislulok, þegar vertinn var sofnaður, að eldur braust út í húsinu. Jóhannes vaknaði við vondan draum og komst út en nokkrar skemmdir urðu á húsinu. Í síldartörnunum söltuðu konur ekki alltaf  á sama planinu, þær voru eins og verkamennirnir á Eyrinni, sóttu vinnu þar sem vinnu var að hafa.Ein þessara kvenna var Stella Steinþórsdóttir sem alla jafna var kölluð Stella stóra, en hún er frekar hávaxin, það lætur líka hátt í henni og svo er hún fljót að svara fyrir sig. Hún var í partýinu hjá Jóa. Svo gerist það að Stella var við söltun hjá Gylfa Gunnars og þar var partý, að til hennar kemur kona og segir við hana í gamansömum tón: „Er það satt að sokkabuxurnar þínar hafi brunnið inni í partýinu hjá Jóa?“

„Nei,“ svaraði Stella að bragði, „ég fór aldrei nema úr annarri skálminni.“

 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 160319

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband