Ekki í ESB

Mikið er ég fegin að áhugi fólks á að ganga í Evrópusambandið hefu minnkað. Er á móti þessu sambandi og hef alltaf verið. Þetta er bákn sem stækkar og stækkar eins og púkinn á fjóasabitanum, spilling innan stjórnkerfisins er mikil  og er íslensk spilling hégómi miðað við það sem gerist innan ESB.  

Kannski er ég mest á móti þessu vegna þess að þetta er endurvakin hugmynd sem var dæmd til að mistakast. Hvert var markmið Hitlers? Var það ekki ein sameinuð Evrópa? Þeir sem vilja í ESB eru á sama máli og Hitler var, að því undanskildu að nú er ekki talað um "opinberlega" um óæskilega kynþætti! 


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Há Dolli gamli.. hann var nú bara líka að endurvekja hugmynd Napoleons sem var mikill talsmaður Evrópu-samruna. Á undan honum var jú Harpsborgarfamilían brautryðjandi í Evrópu-sameiningu og svo má nú færa rök fyrir því að þeir sem hafi fyrst lagt fram drög að því væru Rómverjar fyrir um 2000 árum. Þeir vildu líka Miðjarðarhafs-bandalag.

Þykir mér það afskaplega gjafmilt að gefa Adolf Hitler kredit fyrir hugmyndinni um sameinaða Evrópu.

Fyrsta málsgreinin sem snýr að bákninu, spillingunni í ESB og samanburði á henni og hinni íslensku er skemmtileg. Hégómleg spilling er jú ekki sem verst.

Ég veit nú ekki alveg nákvæmlega hvað hégómleg spilling er, en það hljómar voða saklaust.

Síðast er skemmtilegt at athuga það að Ísland er nú þegar með auka-aðild að Evrópubandalaginu. Það er augljóslega ekki 'aðal-aðild', ef svo mætti kalla, en það er að berja höfuði við stein að þykjast ekki vera með í EB.

Ó við erum með. Alla leið. Hvort við svo göngum í ESB aðalega formsatriði.. EES og sérstaklega Schengen-samkomulagið, það voru alvöru ákvarðanir. Nú höfum við þegar keypt ísinn, ákveðið að hafa á honum dýfu og erum að gera upp við okkur hvort við viljum súkkulaðrís líka eða ekki.

Jæja, fólk hefur þá ofan af sér meðan það heldur að það sé að gera eitthvað sem máli skiptir eða tala fyrir 'alvöru' málefni. Þó ekki sé annað.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 160318

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband