5.1.2010 | 18:48
Forsetafrúin flúin og forsetinn í djúpum skít
Óhætt er að segja að Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins, fyrrum félagi minn í pólitík sé einkar laginn við að koma sér á framfæri. Þessi ákvörðun hans í morgun er eitt allsherjar sjónarspil til þess eins fallið að fá umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og það hefur honum tekist.Ekki veit ég hvað hann hefur verið að dunda sé undanfarna daga, kannski að púsla.
En þessi ákvörðun hans er einkar ógeðfelld.Með þessum skrifum er ég hvorki að segja að ég sé með eða á móti Icesave, einfaldlega vagna þess að Icesave málið er aukaatriði í þessum fjölmiðlaleik. Málið snýst um egó forsetans og ekkert annað.Þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á afstöðu Jónínu Rósar sem kjörin var á þing með fulltingi mínu og annarra í NA kjördæmi. Er hún ekki fulltrúi kjósenda sinna eða er hún í einleik eins og forsetinn?Guð blessi Ísland.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg þennan pirring.Er það sjónarspil að virða það ákvæði stjórnarskrárinnar að þjóðin eigi að hafa úrslitavald um samþykki laga þegar að minnsta kosti 20% kostningarbærra manna fer fram á það?Hvað er svona ógeðfellt við það?Þú segist hvorki vera með eða móti icesave og að það sé aukaatriði.Ég fellst ekki á það .Það getur ekki verið aukaatriði að leggja á heila þjóð þær byrðar að borga skuld sem eitt fyrirtæki(Landsbankinn) hefur komið sér í.Og það ætti í rauninni ekki að vera á valdi eins eða neins,hvorki þings eða ríkisstjórnar eða meirihluta þjóðar að taka þá ákvörðun fyrir heildina.Ég læt engan senda mér þann reikning.Ef einhverjir vilja borga þetta geta þeir gert það sjálfir.En ekki biðja aðra um það.Þú minnist á afstöðu Jónínu Rósar sem ég hef reyndar ekki fylgst með hver er en það skiptir kannski ekki máli.En samvæmt lögum eru alþingismenn"Eingöngu bundnir við sannfæringu sína en ekki við fyrirmæli frá kjósendum eða þeim flokki sem þeir tilheyra.Þegar þingmaður tekur sæti á alþingi vinnur hann drengskaparheit að sjórnarskránni".Þannig er nú það.Svo ef um einleik er að ræða er það í góðu lagi.það er ekki gott að verið bundin átthagafjötrum né öðrum fjötrum.pólitískts eða annars eðlis.EN aðalmálið er þetta(að mínu mati).Það á enginn að láta kúga sig.Hvorki af hótunum breskra stjórnmálamanna né íslenskra .með hlýlegri(þó það sé skítakuldi) kveðju héðan frá Noregi.Jósef Smári.
jósef smári ásmundsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:38
Þökk sé forseta íslenska lýðveldisins Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að taka stöðu með þjóð sinni og lýðveldinu.
5.janúar 2010 verður skráður á spjöld sögunnar fyrir frækilega framgöngu forseta Íslands.
Benedikta E, 6.1.2010 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.