14.1.2010 | 09:18
Bless, bless, Jónína Rós
Þessi yfirlýsing Jónínu Rósar er eins og í gamla dægurlagatextanum hans Bubba; "ekki benda á mig..." Bent er á að hún getur sjálf hætt þingstörfum ef henni líkar ekki það sem þingflokkurinn hennar gerir. Til er fólk sem kvartar og kveinar yfir útvarpi og sjónvarpi, það hefur enn ekki uppgvötað á þessum tækjum er takki til að slökkva á útsendingum. Jónína Rós hefur sennilega ekki uppgvötað þessa takka, já - nei - í atkvæðagreiðslunni á þinginu.
Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverskonar fífl er þessi þingmannsnefna? Forsetinn bjó ekkert til, hann einfaldlega fór eftir Stjórnarskrá Íslands hvernig sem menn vilja hártoga og tortryggja ákvæði í henni. Bókstafurinn stendur þar fyrir sínu eins og víða annars staðar. Þessi þingmannsdrusla ætti að hypja sig af þingi. Við höfum ekkert með svona bjána að gera á löggjafarþinginu.
corvus corax, 14.1.2010 kl. 09:56
Hún var plötuð í þetta.
Sigurður Þórðarson, 14.1.2010 kl. 10:24
Samála ykkur þetta er hroði sem gengur ekki upp hvernig getum við treyst þessu fólki fyrir framtíð okkar?
Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 10:46
Hvar hefur það komið fram að hún hafi verið "plötuð" í þetta eða hitt? Mér finnst það samt léleg afsökun!
Helgi Kr. Sigmundsson, 14.1.2010 kl. 10:50
Ágæta fólk, mér finnst þið stóryrt og óvægin í umræðu ykkar varðandi Jónínu Rós og ykkur ekki til sóma. Þið flýjið málefnið með skítkasti. Varðandi þessa undirskrift forsetans eða ekki undirskrift hans er aðgerðin vægast sagt umdeild. Hver og einn getur haft sínar skoðanir á henni en þar skiptist þjóðin til helminga. Það sem er alvarlegt, er að nota slík mál sem afsökun á persónulegu níði á ákveðinna eða ímyndaða fjandamenn. Þið megið hafa skoðun á hvort það var rétt eða rangt hjá Jónínu Rós að skrifa undir áskorun til forseta Íslands um að segja af sér. En með þessum málflutningi ykkar lýsiði þið meira eigin heilsufari en vilja fólksins til einstaka málefnis.
Ástvaldur Erlingsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:44
Kæri Ástvaldur! Ég get nú ekki tekið þessa ádrepu til mín. Sé ekki að skrif mín hér að ofan séu "stóryrt", sérstaklega ef miðað er við það orðalag sem nú er orðið hæstmóðins. Kannski eru þessi umæli óvægin, en þá verður það bara svo að vera.
Helgi Kr. Sigmundsson, 15.1.2010 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.