Ekki benda á mig...

Hún er lítt skiljanlega skýringin sem kom frá Úrval-Útsýn vegna þess að umræddri ferð er aflýst. Sama gamla sagan; þetta er allt tölvunni að kenna. Heldur þetta fólk sem æ ofan í æ, kennir tölvunni um að við, viðskiptavinirnir, séum hálfvitar? Þetta á ekki aðeins við um fyrrgreinda ferðaskrifstofu, svona skýringar heyrast oft jafnvel hjá hinu opinbera. Kannski má kenna helv... tölvunum um hrunið!
mbl.is Uppseldri ferð aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En af hverju var búið að merkja ferðina "uppseld" fyrst það var svona léleg aðsókn???

golli (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:48

2 identicon

Svo er heimskan alveg ótrúleg í henni "ekki er hægt að breyta úr "uppseld" í "aflýst"" Fyrr en hefur verið haft samband við alla.

Hvernig í andskotanum á tölvan að vita að það sé búið að hringja í fólkið eða ekki ? ægilega telur þetta pakk að við séum heimsk.

En þetta er bara týpísk vinnubrögð ferðaskrifstofu, ætli það hafi ekki allir verið búnir að borga, þannig að þeir geta ekki hækkað verðið á ferðinni í ljós gengisbreytinga, en Þau voru ekki búnað borga hótel og annað úti. Svo kom að borga hótelið og þau sáu fram á stórtap ! Ekki kæmi mér á óvart að svoleiðis skítaástæði væri á bakvið þetta.

RagnarH (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:50

3 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Það sem stendur líka upp úr er fréttin sjálf.  Af hverju í ósköpunum er ekki gengið harðar að ferðaskrifstofunni með "tölvan veit um símtölin" og af hverju merkt er uppseld ef hún var ekki uppseld.. hvers lags fréttamennska er þetta.  Fékk fréttamaðurinn ferð til útlanda fyrir að standa með ferðaskrifstofunni og taka þessu eins og nýju neti.

Sigurður F. Sigurðarson, 24.2.2010 kl. 20:00

4 identicon

Fáránleg vinnubrögð hjá þessari ferðaskrifstofu. Voru ekki tveir mánuðir í fyrirhugaða ferð? Gætu ekki nokkuð margir hafa bókað sig í þessa ferð í þeim tíma? En auðvitað er ekki hægt að bóka sig í ferð sem merkt er uppselt. Var ekki hægt að halda þessu opnu lengur og sjá til hvort fleiri hefðu haft áhuga á þessari ferð í stað þess að fella hana niður vegna lélegrar aðsóknar?

Erna (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband