24.2.2010 | 10:20
Yfirklór
Er þetta ekki "bandarískt" lýðræði í hnotskurn? Hvað með homma og lesbíur? Þetta er aðeins gert til að leiða hug fólks frá þeirri staðreynd að lýðræði er ekki til í Bandaríkjunum, nema í orði.
Konur fá að þjóna í kafbátum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hélt að ástæðan fyrir því að konur væru ekki leyfðar í kafbátum er sú að það er svo þröngt rými og ekki hægt að hafa sér rými fyrir þær. Þar að auki þarf kafbáturinn að vera í kafi svo vikum skiptir í algjörri einangrun. Það er ekki talið æskilegt að helmingur af áhöfninni þurfi að fara í reglulegt barneignafrí eftir nokkra túra.
Sumarliði Einar Daðason, 24.2.2010 kl. 13:31
Sumarliði, þetta voru alveg hræðilegar afsakanir og vonandi grín (þú settir allavega broskall í lokin þannig að ég held í vonina). Nú hef ég aldrei séð innan í kafbát, en ég á ekki von á að áhöfnin þurfi að sofa í einni kös á gólfinu, heldur að hver og einn hafi a.m.k. sitt rúm. Þá þyrfti bara að fá skilrúm, og hví þá ekki að ganga alla leið og hafa öll rúm aðskilin? Enda erfitt að þurfa að ákvarða kynjaskiptingu á svefnsvæði fyrirfram, þar sem ómögulegt er að vita hvernig kynjaskiptingunni væri háttað í áhöfninni í hverjum túr.
Einnig finnst mér þú gefa í skyn að með því að hleypa kvenfólki inn í kafbáta, þá breytist þeir í einhvern kynsvallsvettvang fyrir áhöfnina og að grey kvensurnar þurfi að taka sér reglulega frí til að eignast börnin sem komu undir meðan á túrnum stóð.... við skulum vona að áhöfnin sé agaðri en þetta (plús þá hef ég heyrt að í "siðmenntaðri" löndunum taki nýbakaðir feður sér líka barneignafrí). Já og svo er líka til eitthvað sem heitir getnaðarvarnir!
Rebekka (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:15
Það er ekki hver skipverji með sitt rúm.
Almennir skipverjar á kafbátum eru annaðhvort 3 um hvert rúm eða 4 um hvert rúm. Þetta er kallað warm-bunk eða heit-koja.Heitið komið einfaldlega af því að rúmið nær aldrei að kólna á milli þess sem menn leggjast niður.
Aðeins yfirmenn hafa eigin rúm og aðeins einn maður um borð hefur eigið afmarkaðan klefa, það er kafteinninn sem fær lítinn skáp fyrir sig.
Brjánn (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.