1.3.2010 | 09:39
Gjaldeyristekjur
Ég er viss um að þó að við getum ekki með góðu móti myndað 5000 nakta einstaklinga samtímis þá mætti hafa hópinn minni og hafa af því góðar tekjur, jafnvel gæti þetta opnað á gjaldeyristekjur. Smalið saman mestu skúrkum þjóðarinna, ekki smákrimmunum, heldur þá sem stolið hafa milljörðum, myndið þá nakta og seljið palggöt. Hafið Finn Ingólfsson fremstan, hann er svo ógeðslega ógeðslegur.
Yfir 5000 manns köstuðu klæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður ekkert af því. Íslendingar eru svo sjúklega teprulegir, að það yrði aldrei. Og löggjöfin er þannig að ef Finnur stæði nakinn á almannafæri, eins og þú óskar, yrði hann handtekinn, dæmdur fyrir að klámvæðast og settur inn strax.
Nei, það væri betra að hann yrði klæddur í fín jakkaföt og settur í gapastokk á Austurvelli ásamt öllum hinum bankaræningjunum.
Vendetta, 1.3.2010 kl. 10:36
Persónulega vildi ég sjá höfuðpaurinn í IceSave-svindlinu, Sigurjón í Landsbankanum, sakfelldan og dæmdan fyrst. Það getur ekki verið refsilaust að féfletta fleiri þúsund Breta og Hollendinga, eða hvað? Jú, auðvitað, þetta er Ísland.
Það er afar ólíklegt að þessir skúrkar sem settu landið á hliðina verði nokkurn tíma sakfelldir. Embættismenn halda hlífisskildi yfir þeim, auk þess hafa þeir ráð á heilum her af velsmurðum lögfræðingum til að verja sig ef þeir koma nokkurn tíma fyrir rétt. Ólíkt smákrimmunum sem fá duglausu lögfræðingana og almenningur sem hefur ekki ráð á að lögsækja einn eða neinn vegna himinhárra lögfræðikostnaðar.
Þú veizt hvað hægt er að kalla 2000 lögfræðinga á sjávarbotni?
Góða byrjun, en betur má ef duga skal.
Vendetta, 1.3.2010 kl. 10:52
Takk, já það má vera Sigurjón eða Bjarni hekl, hver af þeim sem er. Frá ómunatíð hafa þeir auðugu sloppið en lítilmennið sakfellt, þetta er ekkert nýtt, en ég veit ekki svarið við spurningu þinni.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.3.2010 kl. 13:16
Svarið er: Góð byrjun, en betur má ef duga skal!
Vendetta, 1.3.2010 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.