Það fer ekki framhjá

    nokkrum manni sem áhuga hefur á pólitík að það er hlaupinn kosningaskjálfti í menn. Ég segi þetta í fleirtölu því ég er að tala um tvennar kosningar. Annarsvegar til Alþingis og hinsvegar kosningu um stækkun álversins í Straumsvík. Skoðum aðeins málflutninginn.      

   Í umræðunni um stækkunina í Straumsvík hafa blandað sér þekktir Íslendingar sem til þessa hafa ekki um árabil látið sig land og þjóð varða. Þarna á ég við hjón sem hafa varið drjúgum tíma austanhafs og vestan á vegum ríkisins. Eru nú sest í helgan stein en geta ekki látið hjá líða að sýna sig opinberlega. Frægust er konan auðvitað fyrir það að hafa einu sinni verið fegurðardrottning og núna fyrir það að ætla að kasta sér fyrir vinnuvél í Mosfellsbæ til að mótmæla framkvæmdum þar. Ég veit ekki hvað þau hjón voru búin að búa lengi í bænum. En hitt veit ég að það muna fáir tilgang athæfisins en flestir muna hvernig kápa konunnar leit út.     

   Landbúnaðarráðherra var í kastljósi í gærkveldi. Þar mætti hann talsmanni Bónus sem sýndi fram á okurverð á íslenskum landbúnaðarvörum og hvert var svar ráðherrans, jú hann benti á að fatnaður væri miklu dýrari á Íslandi en í öðrum löndum. Kannski það verði næsta útspil frammarana að benda fólki á að leggja sér fatnað til munns í stað kjúklinga. Chaplin var ekki eins vitlaus og maður hélt þegar hann át skósólana sína!     

   Stjórnmálaflokkarnir keppast nú um að sverja af sér alla aðkomu að stóriðju og þeim virkjunum sem eiga að rísa og hafa risið að undanförnu. Þar með talin er Kárahnjúkavirkjun. Ég get svarið það að ég held að þetta fólk sem segir eitt í dag og annað á morgun muni selja skrattanum ömmu sína í von um atkvæði hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fá ekki mitt atkvæði. Held fast utan um það og hnussa bara þegar talað er um að ég eigi að virða kosningaréttinn og nýta atkvæði mitt. En ég ber ekki virðingu fyrir stjórnmálunum í dag..ber ekki virðingu fyrir lygum og því að gera ekki betur við fólkið í landinu og hef ekki trú á að neinn flokkur muni ekki misnota atkvæði mitt og gera eitthvað með því sem ég hefði aldrei samþykkt. Því sef ég bara með mitt undir koddanum og les um lýðræði án stjórnmálaflokka.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.2.2007 kl. 12:11

2 identicon

Ætla ekki að tjá mig um stjórnmál, heldur kjötmál og Bónus

Veit að íslenski bóndinn fær  sem svarar öðru lærinu og einn hryggsneið af skrokk seldum út úr búð, hvað segir það okkur? Sá viðtal við innkaupastjóra Bónus um daginn, hann talaði alltaf um kjötverðið en þegar hann var spurður um álagningu á ákveðinni innfluttri pakkavöru þá varð hann mjög aumur og sagðist ekki hafa skýringar á þeirri himinháu álagningu.

Nanna (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: halkatla

halkatla, 27.2.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 160887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband