Kannski það sé þráin

eftir vorinu sem kom mér til að finnast vorlykt í loftinu í morgun. Mjög skrítið í sjálfu sér þar sem það snjóaði, stórum þungum sjóflyksum. Ég er orðin andskoti þreytt á að klæða mig alltaf í úlpu, setja á mig húfu og vettlinga á morgnana. En ég verð líklega að hugga mig við það að þetta getur ekki varað endalaust, frekar en annað.

   Ég get tekið undir með einum ágætum bloggara að ég fæ alltaf velgju þegar framsóknarmenn birtast á skjánum. Nei ekki allir, en þeir sem sitja framan fyrir alþjóð og ljúga upp í opið geðið á mér og öðrum landsmönnum. Framsókn hefur haldið heilbrigðismálunum í landinu í gíslingu í 12 ár. Þessi tími er tími svikinna loforða og enn lofar framsókn. Heilbrigðisráðherra var í Kastljósi í gærkveldi. Hún margtuggði eins og Sigfinnur að þetta hafi verið gert og þetta ætti að gera. Þrátt fyrir að viðmælandi hennar sem starfar á svið heilabilaðra benti henni á að þessu hefði verið lofað og ekki verið staðið við og mörg dæmi voru tekin. Siv greindi frá öllu því sem gera ætti á þessu ári. Hún getur svo sem lofað og lofað eins og Framsóknar er von og vísa, hún verður örugglega ekki heilbrigðisráðherra eftir næstu kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum kemst hún ekki einu sinni á þing. Hún getur þá hafið störf á ný sem sjúkraliði eða var það sjúkraþjálfari og fundið svart á hvítu hvernig búið er að þessari starfsstétt.

   Það er ekkert lát á fylgi Sjálfstæðisflokksins og minnkandi fylgi Samfylkingunnar er nér verulegt áhyggjuefni. Vinstri-hægri/grænir geisla af sjálfstrausti og mælast nú jafnir Samfylkingunni, Framsókn máttlítil en treystir á gullfiskaminni kjósenda. Frjálslyndi flokkurinn verður ekkert stærri en hann var en allir eiga flokkarnir það sammerkt að keppast um hylli öryrkja og aldraða og lýsa yfir skoðunum sínum í umhverfismálum. Og svo rammt kveður að öllum þessum yfirlýsingum að maður veit ekki hverju á að trúa?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú þú getur auðvitað ekki trúað einu orði sem uppúr þeim vellur en verk þeirra tala sannleikann fyrir þá. Það er það eina sem þú þarft að skoða og þá veistu hvað er hvað. Og því miður..ekki veit ég hvort það stafi af lítilli meðvitund eða sofandahætti virðist þetta fólk enga grein gera sér fyrir hvað það þýði að vera stjórnmálamaður og hver réð þau til vinnu við að gæta hagsmuna okkar þegnanna. Ég held mig utan við kosningar þar til ég sé að þeir meini það sem þeir segja og segja það sem þau meina. Og verkin tali svo í beinu framhaldi af því.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hefði frekar setið heima heldur en að koma í viðtal um heilabilaða  og tyggja svo á því tví- eða þrígang að þetta eða hitt hafi nú ekki gerst í hennar ráðherratíð! Það ber þá eittthvað nýrra við hjá Siv Friðleifsdóttur ef hún er alt í einu orðin óháð samflokksmönnum  sínum sem eru hennar forverar í þessu embætti undanfarin 11 ár.

Edda Agnarsdóttir, 27.2.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta endurtekur sig æ ofan í æ. Ekki benda á mig...

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.2.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 160887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband