28.2.2007 | 10:31
Mér finnst Færeyingar
frábært fólk og á þar marga góða vini. Síðast í fyrradag talaði ég við vinkonu mína þar og þá sagði hún mér að það hafi verið óvenjumikill snjór í Færeyjum. Og í dag er þar nánast ófært öllum bílum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni vegna óveðurs.
Þegar Jakob eigandi Rúmfatalagersins opnaði verslun í Rússlandi var aðsóknin slík að annað eins hafði ekki sést. Til að létta fólki lund á meðan það beið bauð Jakob og fjölskylda hans viðstöddum karamellur. Nú er þessi sami maður að hefja framkvæmdir í Færeyjum sem eiga engan sinn líka þar í sveit, jafnvel ekki á Norðurlöndunum. Hann ætlar að byggja upp dvalarstað fyrir börn og unglina í líkingu við Ástjörn hér á landi, en Færeyingar hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf við Ástjörn. Komið þangað í sjálfboðavinnu og styrkt starfið þar á ýmsan hátt. Segi ykkur meira þegar ég veit meira.
Sagt er að Jakob finni á sér að þess sé ekki langt að bíða að olía finnist við Færeyjar. Það er langt síðan Færeyingar fundu lyktina af olíunni sem þeir ætluðu fyrir löngu að vera byrjaðir að dæla upp. En almennt er álitið að það sé olíu að finna á landgrunninu þar og ég trúi því að Jakob hafi rétt fyrir sér. Þessi dugnaðarmaður sem hætti ungur á sjónum og fór að höndla. Svona eiga bændur að vera.
Og svona í lokin ein stutt frétt úr Solialurin: Freeze segði politisturin Ein góður eginleiki hjá einum og hvørjum løgreglumanni er, at vera fullkomiliga ísakaldur, tá ið á stendur. Sosialurin hevur hitt Føroya kaldasta løgreglumann, sum bíðar eftir løtuni, har hann kann rópa freeze eftir einum búrkroppiUm bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 160887
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.