3.3.2007 | 12:35
Það verður nú að segjast
eins og er að það er afskaplega ljúft að sitja við tölvuna á náttfötunum. Heyra í sjónvarpinu frammi lýsingar frá Evrópu mótinu í frjálsum innanhúss, vitandi það að ég get dinglað mér að vild í dag. OBS! Nei ég þarf að fara út að moka snjó frá aðaldyrunum, ætla mér ekki að hreyfa við farginu við þvottahúsdyrnar:
Ég er með tvær skáldsögur í takinu. Ólíkt mér sem alltaf hef þurft að ljúka við þá bók sem ég er að lesa hverju sinni áður en ég byrja á næstu. Ég er að lesa Þrettándu söguna eftir Diane Setterfield og Nótt úlfanna eftir Tom Egeland. Þrettánda sagan er mögnuð saga af fjölskylduleyndarmálum, óvæntu dauðsfalli, eldsvoða, silfjaspellum, ást og geðveiki. Þetta er frumraun höfundarins og bara allt í lagi. Öðruvísi. Nótt úlfanna er spennusaga eins og þær gerast bestar. Gjörólík fyrri bók hans Við enda hringsins sem var að sögn rótin að Da Vince lyklinum.
Ríkissjónvarpið er ekki til að stytta fólki stundirnar. Þar hefur ekkert bitastætt verið um langt skeið ef undan er skilinn Við kóngsins borð, sem mér fannst alveg frábær sería. Jú fyrri hlutinn af Elísabetu 1. er annað kvöld með Helen Mirren í aðalhlutverki og hlakka ég til að sjá hana. En þá er það upptalið í eina viku! Annars er sjónvarpsgláp ekki uppi á pallborðinu hjá mér. Það er sárasjaldan að ég geymi mér yfir því eða finnst það góð afþreying.
Framsóknarflokkurinn klórar í bakkann með allavega yfirlýsingum.Þar á meðal yfirlýsingu frá heilbrigðisráðherra um að flokkurinn munu slíta stjórnarsamstarfinu ef íhaldið uppfyllir ekki ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að fiskurinn í sjónum sé eign allrar þjóðarinnar. Ég hélt satt að segja að svo væri. Annars er þetta ósköp framsóknarlegt útspil núna korteri fyrir kosningar hann hefur ekki haft nema 12 ár til að ná þessu fram. Enn einu sinni er vísað til gullafiskaminni kjósenda.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 160887
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.