Fólkið í næsta húsi

   er að flytja til Reykjavíkur, auðvitað. Hérna áður fyrr þegar bændasamfélagið var og hét var talað um að fólk flytti á mölina, seinna á malbikið en núna flytur það bara suður! Þar sem ég sit við tölvuna hef ég fylgst með þeim undanfarna daga vera að pakka, flokka og henda. Þó ekki hafi verið mikið samband okkar á milli hafa þetta verið afskaplega þægilegir nágrannar. Og ég á eftir að sakna þeirra en veit að nýir eigendur hússins verða fínir. Konan náskyld mér og allt tal um að frændur séu frændum verstir læt ég sem vind um eyrun þjóta.

   En í hvert skipti sem komið hefur kassi eða poki ofan af svölunum hef ég þakkað honum syni mínum fyrir að taka til hérna á loftinu. Fyrst í stað kallaði hann að ofan; mamma á ég að henda þessu, og svo kom útskýring um hvað væri að ræða. Ég kíkti tvisvar eða þrisvar á umbeðið en sagði svo; hentu bara öllu sem þér dettur í hug. Uppi á lofti eru núna ferðatöskur og jólaskraut. Í þrjátíu ár var alltaf sagt með allt sem var fyrir, hætt að nota eða bara eitthvað; settu það upp á loft. Nú vantar mig bara kaupanda.

   Það er yndislegt veður og ég er búin að moka stéttina. Gerði það aldrei í gær – sem betur fer – þá hefði ég þurft að moka helmingi meira. Fékk góða heimsókn í morgun og samúðargjöf með. Ég og gesturinn áttum skemmtilegt spjall. Skrítið, í morgun þá hugsaði ég með mér ég verða að fara að heimsækja Steinunni og Didda og færa þeim innflutningsgjöf. Svona sendir maður strauma og hugsanir. Hún kom í stað þess að ég færi.

 Er búin að taka niður allar gardínur í holinu og ætla ekki að setja þær upp aftur. Hengi bara upp eitthvað af myndum til hliðar við gluggann, það verður fínt. Flott hjá strákunum mínum í KFF að vinna Fylki í gær. Það verður skemmtilegra og skemmtilegra að vinna með þeim.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 160887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband