Utanríkisráðherrann dillaði

    sér við trumbuslátt innfæddra í Úganda. Hún virtist þó ekki alveg viss um taktinn enda er hann gjörólíkur country taktinn sem hann fílar svo vel. Forsætisráðherra talar varla við fjölmiðla án þess að klæmast. Fyrst var það næstbesta stelpan, næst kom ólétta stelpan og í dag sagði hann að það hafi ekki verið neitt skott á lofti og brosti lymskulegur á svipinn. Fréttamennirnir hlógu. Þetta með skottið kom til vegna ummæla fréttamanns sem spurði landbúnaðarráðherra hvort framsóknarmenn hefði lagt niður skottið.

   Svo mikið er stjórnarherrunum í mun að núverandi stjórnarsamband haldi eftir kosningar, fái flokkarnir fylgi til þess, að þeir keppast um að mæra hvern annan.

   Samtökin 78 fengu í gær bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins á landsþingi sem stendur yfir á Hótel Sögu í Reykjavík. Jafnréttisverðlaunin gengu til framsóknarmanna sjálfra, það er að segja til þingflokksins og tók Dagný Jónsdóttir, varaformaður þingflokksins, við þeim af formanni Framsóknar. Er Dagný samkynhneigð?

   Samkeppnisstofnun réðst inn í ferðaskrifstofur landsmanna vegna gruns um verðsamráð. Mér dettur nú helst í huga að verið sé að finna lögfræðingum verkefni. Kom Samkeppnisráð ekki við sögu þegar ráðist var inn til Baugs Það mál hefur kostað landsmenn hundruð milljóna króna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fyndið

Edda Agnarsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 160887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband