Mjallhvít með punginn

   Vinkona mín eignaðist einu sinni kött. Mjallarhvítan, sem fékk auðvitað nafnið Mjallhvít. Kötturinn var auðvitað klappaður og kjassaður alla daga þangað til það kom í ljós að þetta var fress. Eftir það hætti klappið og kjassið og var hann aldrei kallaður annað en Mjallhvít með punginn. Af hverju í ósköpunum dettur mér þetta nú í hug? Jú vegna þess að hlutfall kvenna er orðið langhæst hjá Vinstri grænum og virðist sem konur hafi villst af leið. Í stað þess að fylkja sér um þá konu sem ein kvenna er formaður stjórnmálaflokks hér á landi, streyma þær til Steingríms Joð og hann er því í mínum huga Mjallhvít með punginn. Það skiptir engu hvort þú skilur samlíkinguna eða ekki, ég geri það.

   Ellert Schram átti frábæran pistil í laugardagsblaði Fréttablaðsins og hvet ég fólk til að lesa hann. Ellert segir þar í niðurlagi: “Skilaboðin eru þessi: Ríkidæmið, auðurinn og velmegunin eru góðra gjalda verð. En ekki glata eða gleyma þeirri undirstöðu lífshamingjunnar að hófsemi, auðmýkt og þakklæti gagnvart örlögum okkar og auðnu, er fólgið í þeirri einföldu staðreynd að vera góður við aðra. Að gefa af sér. Að láta gott af sér leiða. Við sækjum aldrei lífsgleðina í annað en okkur sjálf. Gerfiþarfir, ofgnótt eða sjálfumgleði eru blekking, áfengið og fíkniefnin og prjálið eru ekkert annað en flótti frá okkur sjálfum. Árangurslaus leit að hamingju sem í allri einfeldni sinni er hvergi nema í sjálfum þér. Hversu mikla peninga sem þú átt, hversu mikið sem þú neytir fíkniefna, hversu mikið sem þú reynir að vera öðruvísi en þú ert.

   Við verðum að rækta þá hugsun og þá staðreynd að verðmætin koma ekki utan frá. Ekki í peningunum, firringunni né innantómu glysinu. Þau eru í okkur sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég segi bara vaá - þetta er bara snilleman Heg! Á eftir að lesa Ellert - verð að gera það eftir þína ábendingu!

Edda Agnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 160887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband