Það fer fátt meira

    í taugarnar á mér en þegar þessi eða hinn er blásinn út sem Íslandsvinur. Oftar en ekki er fólk tilnefnt vegna frægðar sinnar fyrir eitt eða annað. Elton John er Íslandsvinur eftir að hann lék í afmælisveislu Óslafs Samskipa gúrós, hann var það ekki þegar hann lék í grenjandi rigningu á Laugardalsvelli. Nýjasti Íslandsvinurinn er Helen Mirrer en ég hef ekki hugmynd um af hverju. Ég kann ekki tölu á öllum þeim Íslandsvinunum sem fréttamenn búa til, þeir skipta tugum.

 

   Ég vil að slippurinn á Neseyrinni verði fluttur inn á hafnarsvæðið. Þá rýmkast enn meira fyrir leikskólann sem ég vona að verði byggður þarna. Slippur í miðbænum er barn sína tíma hvar á landinu sem hann er. Nú á að flytja slippinn í Reykjavík upp á Skaga, ætli Skagamenn geti neitað því eftir að þeir gerðust aðilar að Hafnarsambandi Faxaflóahafna? Það á líka að ráðast í það að rífa Stjörnuna og skemmurnar sem standa við Eyrargötuna. Þetta svæði er alltof gott til að vera ekki betur nýtt en það er í dag.

 

   Loksins er lokið málaferlum og vafstri milli Fjarðabyggðar og eigenda Tandrastaða í Norðfirði, Málið snerist um töku neysluvatns í landi Tandrastaða. Hvernig svo sem staðið var að málinu í upphafi þá finnst mér algjörlega út í hött að nokkur maður eigi vatnið sem rennur í ám og lækjum landsins. Í landi Tandrastaða var að vísu borað eftir vatninu og reist dæluhús en eftir stendur að Fjarðabyggð er dæmd til að greiða landeigendum fyrir vatnið. Þetta er nú sú mesta Framsóknarmennska sem má hugsa sér. Og því spyr ég af hverju setur formaður Framsóknarflokksins það ekki á oddinn að ALLAR auðlindir þjóðarinnar sé sameign. Ekki bara fiskurinn í sjónum, líka vatnið, heita vatnið í iðrum jarðar, fuglar loftsins, jöklarnir og áfram mætti telja. Já, ég gleymdi því að tóftirnar sem eru í landi Tandrastaða voru metnar á einhverja tugi milljóna! Ja dýr yrði Hafliði allur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mikið er ég sammála þessu með íslandsvina kjaftæðið. Það má varla íslandsvinur stinga hér niður fæti án þessað fá á sig íslandsvinastimpilinn. Sannir íslandsvinir eru þeir sem hafa gert land og þjóð gott. Dæmi um þetta er menn eins og Willard Fiske. Hann gaf öllum Grímseyingum tafborð og skákmenn og átti stærsta íslenska bókasafnið í einkaeign útlendings. Það voru margir Grímseyingar sem skýrðu börn sín í höfuðið á honum -og enn eru til Willardar

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.3.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Mikið rétt, Fiske var Íslandsvinur. Ætli L. de Caprino sé þá ekki nýjasti Íslandsvinurinn eftir að hafa verið í myndatöku í Jökulsárlóninu!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.3.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 160887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband