Einhver púki hefur

   verið í tölvunni í gær því ég sá í dag að sama bloggið hafði komið tvisvar. Eins og það var nú ómerkilegt. Stjórnarherrarnir náðu saman um ákvæði sem fella skal inn í stjórnarskrána. Ekki aðeins um auðlindir sjávar eins og Framsóknarmenn vildu, nei gott betur um breytingu sem tryggja á að allar náttúruauðlindir Íslands skuli vera þjóðareign. Í fyrstu var ég afskapleg glöð. Núna skyldi enginn einn eiga vatnið sem rennur í ám og lækjum, eða endurnar og rjúpurnar og meira og meira. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ég mundi allt í einu eftir fyrstu málsgrein í lögum um fiskveiðar. Kemur þar ekki einmitt fram að auðæfin umhverfis landið skuli vera þjóðareign? Hvar er þá kvótinn minn? Og af hverju eru fjölmörg smærri sveitarfélög á heljarþröm? Jú af því að Halldór Ásgrímsson og hans nótar sáu til þess að kvótinn fór á fárra hendur. Því er ég ekkert svo ánægð með þessa tilraun Geirs og Jóns sem eingöngu var til þess gerð að koma í veg fyrir stjórnarslit.

   Siv heldur áfram að gefa út á kostnað ríkisins kosningarpésa. Núna heitir þetta stefna í lyfjamálum til ársins 2012, Ég segi það enn og aftur að þetta Framsóknarp.kann ekki að skammast sín. Sáuð þið Valgerði í Kastljósinu í kvöld? Þegar farin að leggja á ráðin um meiri völd. Er hún virkilega svo staurblind að hún sjái ekki að hún verður ekki ráðherra í næstu ríkisstjórn. Nema hún sé “næst besti kosturinn” hans Geirs!

   Sighvatur Björgvinsson sendiherra og framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sá ástæðu til að gagnrýna skýrslu um skipulag þróunarsamvinnu og hvað gerðist. Valgerður brást við með hroka og lét utanríkisráðuneytið senda frá sér ályktun.

   Og í dag 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Um leið og ég óska lesendum mínum til hamingju með daginn sem nú er að kvöldi kominn vil ég vekja athygli ykkar á því að launamunur kynjanna er enn mikill og hefur ekki batnað í tíð núverandi ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 160887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband