12.3.2007 | 12:55
Grein Ásu Hjálmarsdóttur
í Morgunblaðinu um daginn sagði mér það sem ég vissi áður að margir sem barnaverndarnefndir höfðu afskipti af hér áður fyrr voru látin gjalda þess að þeir voru af fátæku fólki komin, á meðan synir betur stæðra bæjarbúa fengu mildari meðferð. Hér í bæ er til átakanleg saga af svona meðferð. Þó drengir hafi ekki verið sendir á Breiðamýri eða aðrar uppeldisstofnanir voru börn, bara drengir að ég held, sendir í sveit til vandalausra. Meðferð þess máls sem ég vitna til hefur ekki verið gerð opinber. Sjálf á ég þó frásögn manns sem lenti í þessu ásamt fleiri strákum. Og tilefnið var hnupl á nokkrum gosdrykkjarflöskum. Þetta gerðist fyrir 60 til 70 árum. Það er líka hægt að lesa málsmeðferð barnaverndarnefndarinnar í gögnum sveitarfélagsins. Sá sem sagði mér söguna hefur aldrei viljað birta þetta opinberlega af tillitsemi við aðstandendur þeirra, sem voru þá í barnaverndarnefnd.
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram sameiginlega bókun úr starfi Evrópunefndar þar sem kemur fram skýr afstaða gegn aðild að Evrópusambandinu. Hægt er að álykta sem svo að þetta sé fyrsti liðurinn í komandi stjórnarsamstarfi. Steingrímur Joð sagði líka á ónefndri útvarpsstöð á dögunum að Vinstri Græn væri orðinn breyttur og breiður flokkur. Lýsti sig reiðubúinn til samninga um öll málefni og taldi fáa flokka stjórnhæfari en VG. Hann lauk máli sínu með því að hnýta í Samfylkinguna.
Vinstri Græn eiga aðild að einu stjórnarsamstarfi í sveitarstjórn. Það er í Mosfellsbæ þar sem VG lét umhverfisstefnuna fljúka fyrir embætti formanns bæjarráðs. Og ekki gleyma framgöngu VG þegar kosið var til formanns Sambands íslendkra sveitarfélaga. Þar fengu VG sæti varaformanns í skiptum fyrir atkvæðin sín.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 160887
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvern áttu VG að kjósa í embætti formanns annan en Halldór Halldórsson?
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 14:43
Hefði þeir verið trúir sinni stefnu þá áttu þeir auðvitað að kjósa Smára Geirsson. Það var eðlilegasti hlutur í heimi.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.3.2007 kl. 15:42
Er ekki bara pólitíkin grímulaus og hver mokar fyrir sig og sína þegar valdið er komið til þeirra?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 15:54
Sjálfsagt má oft segja það. Sjallarnir í Mosfellsbæ eru að endurgjalda græningjunum stuðninginn við Halldór. Og græningjarnir láta sig hafa það að þegja og eru hreinlega búnir að sk... á sig í umhverfismálunum í Mosó.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.3.2007 kl. 16:40
Ég veit ekki hvaða flokki Smári tilheyrir en hann er í það minnsta andstæðingur Vinstri grænna þegar kemur að stóriðjumálum og umhverfisvernd. Þess vegna skil ég ekki af hverju ætlast var til að VG kysi hann.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 18:35
Ég hef vitað lengi af þessu máli með þjófnaðinn á gosflöskunum. Alveg hræðilegt mál í alla staði. Mér hefur líka alltaf fundist að fjalla þyrfti um það. Afi hefur margoft sagt mér söguna af þessu.
Þoka (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.