13.3.2007 | 09:19
Mér fannst
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar bera blak af þeim veitingahúsaeigendum sem ekki höfðu lækkað verð á mat sínum. Hún marg sagði að það væru flestir búnir að lækka þrátt fyrir að könnun sama dag sýndi annað. Árni fjármálaráðherra var á annarri skoðun og sagði þetta valda sér vonbrigðum. Fram kom hjá Helga Seljan að nokkrir veitingastaðir hefðu hækkað verð í febrúar svo þær gætu lækkað eitthvað 1. mars. Það kom mér samt mest á óvart að mesta lækkunin var hjá veitingahúsum á Akureyr,i en eins og allir vita þá situr landsbyggðin ekki við sama borð hvað verðlagningu varðar. Það eru engin flutningsgjöld frá höfninni í Reykjavík til birgja.
Og þegar ég minnist á þetta því í ósköpunum hefur enginn komið upp vörugeymslu á Austfjarðahöfnum? Hingað er styst frá meginlandinu og þetta gæti skapað neytendum á Austurlandi lægra vöruverð. Jafnvel fyrir norðan líka.
Nú kasta ég sprengjunni. Ég vil að það verði reist álver á Húsavík. Það stendur auðvitað og fellur með ákvörðun Alcoa en mér er sama hvað sagt er. Það þarf róttækar aðgerðir til að reisa við atvinnulífið þar. Útgerð hefur stórminnkað og kýsilmálmverksmiðjunni við Mývatn hefur verið lokað. Ýmis þjónustufyrirtæki eiga undir högg að sækja og það þarf að gera eitthvað róttækt. Þó Samfylkingin sem ég ætla að kjósa í vor vilji að hlé verði gert á álversframkvæmdum þá vil ég álver á Bakka. Hafa frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæmi sagt sitt álit á þessu?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 160886
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.