18.3.2007 | 15:51
Gott afmæli og vonbrigði í blakinu
Jæja þá eru þrír tímar í heimaferð frá Reykjavík til Egilsstaða. Hef ekki þurft að kvarta yfir atlætinu hérna í borg óttans en er ekki alltaf best heima? Var í yndislegu afmæli hjá systir minni í gær, margt fólk, mikið gaman, mikið sungið og mikið borðað. Nú svo má ég ekki gleyma því að ég fór á tvo blakleiki. Mitt lið lék við HK og hafði sigur 3-2 en mikið andskoti leit þetta illa út á tímabili. Og það var algjög hörmung úrslitaleikurinn í Brosbikarnum í dag. Þróttur R vann leikinn 3-0 á einni klukkustund. Besta manneskja vallarins var Anna Pavliouk og hafði hún algjörlega frjásar hendur til að smassa mitt lið í kaf. Það var aðeins þegar langt var liðið á þriðju hrinuna að farið var að blokka hana og var það eini kafli leiksins em Þróttur N sá til sólar. Mistök á mistök ofan. Það var ekki hægt að sjá á þessum leik að þarna ættust við tvö efstu lið deildarinnar. Ég er hundfúl.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 160886
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.