Feitar fá ekki vinnu

    Núna eru nýjustu tíðindin um konur þau að þær sem eru feitar eða í þykkara lagi fá ekki eða síður vinnu en þær sem eru grannar. Þetta er ekki nein erlend rannsókn, hún er ramíslensk. Einhvernveginn finnst mér þetta vera í takt við þá æskudýrkun sem hefur ríkt sérstaklega hjá fjármálafyrirtækjum landsins. Þar voru nánast eingöngu ráðnir vatnsgreiddir drengir sem vart var farið að vaxa grön. Er ekki kominn tími fyrir konur að standa með konum, hvort sem þær eru feitar eða mjóar?

   Það er uggvænleg staðreynd að talið er að 6.000 til 7.000 manns að minnsta kosti þjáist af átröskun hér á landi. Talið er að um 10% sjúklinga deyi innan tíu ára. Tvær vikur er síðan ung kona dó úr þessum sjúkdómi. Átröskun er alvarlegt sálrænt vandamál sem getur valdið heilsutjóni og jafnvel dauða. Sjúkdómurinn birtist í ýmsum myndum en algengast sé að honum sé skipt í lystarstol og lotugræðgi. Þeir sem eru haldnir lystarstoli neita að borða en þeir sem eru haldnir lotugræðgi fá átköst að minnsta kosti tvisvar í viku og kasta síðan matnum upp. Oft er fólk með báða þessa sjúkdóma.

   Ég tek ofan fyrir Norðmönnum að viðurkenna, fyrst ríkisstjórna á vesturlöndum, hina nýju samstjórn Hamas og hinnar hófsamari Fatah-hreyfingar. Í framhaldi af því heimsótti aðstoðarutanríkisráðherra Norðmanna ráðherra úr röðum Hamas. Látum vera hvaða skoðun fólk hefur almennt á “stríðinu” á milli ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna, þá er það ljóst að með því að neita að hitta norska ráðherrann slóu ísraelsk stjórnvöld á útrétta sáttarhönd. Þeir halda enn að þeir séu Guðs útvalda þjóð og það halda bandaríkjamenn líka að þeir séu. Ég segi nú bara hvaða Guðs?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég er sammála öllu sem þú segir! Það er vandratað í þessum heimi og krakkar sem fara í megrun eru mikið líklegri til að þjást seinna af átröskun - samt er afar slæmt að krakkar séu of feitir. En það á aldrei að setja börn í megrun.

Já - Norðmenn sýna rétta takta þarna......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 21.3.2007 kl. 11:49

2 identicon

Hæ hæ
Þessi útlitsdýrkun er komin útí algjört rugll!!! Best að byrja ekki á mínum pistli varðandi það, því þá verður fjandinn laus!!! Þoli ekki svona og ekki heldur þessa merkjavöru dýrkun. Hafðu það gott vinkona......
kv. Jóna Harpa

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband