Úr einu í annað

   “Bara eitthvað annað” var hefðbundið svar vinstri – hægri – grænna þegar spurt var um hvað ætti að koma í stað Kárahnjúkavirkjunar. Framkvæmd sem hefur gjörsamlega bylt austfirsku samfélagi – til hins betra. Allir hafa heyrt um fjallagrasatýnsluna og hreindýramosann og já nú síðast um bakarí! Ekkert af þessu og raunar fátt annað eða bara ekkert kemur í stað virkjunarinnar og álversins á Reyðarfirði. Og af hverju er ég að skrifa þetta núna. Jú vegna þess að allir flokkar að íhaldinu undanskildu keppast við að lýsa því yfir að nú verði virkjanastopp. En þeir sem halda þessu fram benda ekki á neitt í staðinn. Ómar Ragnarsson sem hefur verið eins og landafjandi í baráttu sinni geng virkjunum síðustu ár hefur nú tekið sæti á lista Margrétar Sverris og er komin með virkjanastoppið niður í fjögur ár. Hann talar líka um Eldfjallaþjóðgarð, hugmyndin er ekki hans, en allt er hey í harðindum. Steingrímur Joð vill nú bíða þar til að fyrir liggja niðurstöður úr jarðhitaborunum og minn flokkur – ennþá – vill virkjanastopp. Hvað lengi veit ég ekki. Stundum er það næsta kjörtímabil en það fer bara eftir því hver talar.

   Höðrustu andstæðingar framfara á landinu, þar á meðan virkjana, verða að benda á annað í staðinn, að segja bara eitthvað en ekkert svar. Fara Finnsku leiðina sagði Ómar í gærkveldi. En er Finnska leiðina ekki öll komin til Indlands núna?

 

   Það er löngu komið í ljós að það er fornminjar á Íslandi. Og í raun og veru veit enginn hvað jörðin geymir. En það hefur hvarflað að mér að við getum auðveldlega boðið ferðamönnum upp á fornleifagröft á Íslandi. Það mætti hugsa sér skóla og stofnanir innlendar sem erlendar koma að slíkum uppgreftri og það yrði tekið gjald fyrir. Þið vitið það er ekkert gott sem er ókeypis!

   Ferðamenn borga fyrir að fá að taka þátt í slíku ævintýri sem fornleifauppgröftur er en þeir fá ekki að eiga það sem þeir finna, ef þeir þá finna eitthvað. Þátttakendur yrðu látnir vinna óþriflegustu verkin, bogra, grafa og sigta, en greiðslur þeirra eru notaðar til að standa straum af kostnaðinum við hreinsun forngripa og skráningu þeirra.

   Boðið er upp á „uppgraftarorlof“ víðar í heiminum, m.a. í fornum grafreit í Póllandi og plantekrutóftum í Karíbahafseyjum svo ekki sé minnst á Bet Guvrin-þjóðgarðinn í Ísrael.Við getum verið með  „uppgraftarorlof” víða um land. Í höfuðborginni, í Skálholt, á Skriðuklaustri og fleiri og fleiri stöðum. Ferðafrömuðir takið við ykkur, mér finnst hugmyndin góð, þó hún sé alls ekki mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá var nú gott að hafa staðfasta og ákveðna stefnu samfylkingarinnar þegar ákveðið var að fara út í kárahnjúkanna.!!!

Eftir behag, var það kallað hér einu sinni

GS (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það gekk nú ekki andskotalaust fyrir sig. menn voru ýmist með eða á móti. Látum fólkið sjálft ráða þessu, ekki misvitra stjórnmálamenn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.3.2007 kl. 11:04

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það gekk nú ekki andskotalaust fyrir sig. menn voru ýmist með eða á móti. Látum fólkið sjálft ráða þessu, ekki misvitra stjórnmálamenn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.3.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband