24.3.2007 | 09:08
Austurland tækifæranna
Óli Palli var að tala um það í útvarpinu í gær að það væri merkilegt að Reykjavík, sem er orðin, að hans sögn, þekkt um allan heim sem tónlistarborg getur ekki verið með tvær skemmtanir í einu, það er að segja í sama húsinu. Tónlistaflutningur truflaði nefnilega beina útsendingu á Gettu betur. Talandi um Reykjavík sem tónlistarborg þá er það mín skoðun að það sé verið að flytja til landsins alltof mikið að nánast útdauðum tónlistarmönnum, gömlum stjörnum sem muna mega sinn fífil fegri. En þetta er nú bara tónlitarsmekkur minn. Stórsöngvarnir á Listahátíð eru ekki þarna með taldir.
Við á landsbyggðinni eigum þess sjaldnast kost að sjá og hlýða á marga stórviðburði nema kosta til ærnu fé. Nema þegar Eivör boðar komu sína á Austurlandið og kemur svo ekki. En þessu má auðveldlega breyta. Í hverju kjördæmi eru menningarráð og nefndir sem hafa handa á milli umtalsvert fé. Þessu fé er deilt út sem styrkur til ýmissa misgáfulegra umsækjenda og satt best að segja eru það eiginlega alltaf sömu aðilarnir sem fá styrkina. Nú veit ég að í mörgum tilfellum á þetta rétt á sér en alls ekki alltaf.
Áhugamál fólks eru sem betur fer margvísleg. Sumir safna frímerkjum, aðrir stunda íþróttir, já og sumir skrifa bækur, og enn aðrir eru í tónlistarbransanum. Það eru aðeins þeir síðasttöldu sem fá styrk. Hinir verða að greiða fyrir sitt hobby sjálfir. Þó er það viðurkennt að íþróttir er list, það hef ég staðfest frá Vísindavef Háskólans.
Mætti ekki hugsa sér að fá einhvern góðan listamann eða menn hingað austur til að skemmta okkur sveitavörgunum eina dag- eða kvöldstund eða svo? Ég bendi á Fjarðabyggðarhöllina sem góðan vettvang til slíks samkomuhalds. Það kæmust 450 manns í sæti og 1000 2000 í stæði og hljómburðurinn getur ekki verið verra en í öðrum sambærilegum húsum.
Breytum þessu hið snarast, hættum að deila út hundrað þúsund kall hér og þar, já eða hálfri eða einni milljón og fáum til okkar menningarviðburð sem tekið verður eftir. Er þetta ekki Austurland tækifæranna?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst vel á þessa hugmynd (ef maður má hafa skoðun á því hafandi búið lengi fjarri, en hugsa þó fallega til heimaslóðanna). Kveðja frá Odense.
Jóhanna (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:06
Sæl vinkona. Maður er aldrei svo langt í burtu að maður megi ekki hafa skoðun á hlutunum og oftar en ekki er það gestsaugað sem er gleggst. Og einhversstaðar segir að hver vegur að heiman sé vgurinn heim... Góðar kveðjur til þín og fjölskyldunnar. Elma
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.3.2007 kl. 19:53
Ég var nú búin að skrifa ýtarlegt svar við þessu en tölvutæknin %&$##.
Í stuttu máli. Hvaða rugl er þetta með að tónlistarmenn gangi á styrkja skýi og þeir séu þeir einu sem fái styrki. Þú hefur nú unnið í íþróttahreyfingunni og veist jafn vel og ég að í okkar semfélagi fá listir einn tíunda af því sem íþróttirnar fá. Svo má segja að tónlist sé íþrótt og getur þú sjálfsagt fengið það staðfest einhverstaðar á vefnum. Ég vil nú minna þig á að þeir fjölmörgu sem sunda nám í tónlist þurfa að greiða fyrir það og viljirðu legga tónlist fyrir þig þá kostar það heilmikla peninga. Fyrir utan allan búnaðin sem tónlistarmenn þurfa að eiga vinnunar vegna. Það eru ekki menningarráð í hverju kjördæmi. Við erum gríðarlega heppin að hafa menningarráðið þó svo að alltaf munu menn deila um hver ætti að fá hvað.
Ef ég skil þig rétt viltu fá einn stóran viðburð sem allri austfirðingar kæmu á og allir peningarnir yrðu setti í það, Eina kvöldstund eða svo. Ertu nú alveg viss´um!
Ég legg til að þú lesir "Hagræn áhrif tónlistar" eftir Dr Ágúst Einarsson. Þar er farið yfir hvað tónlist skiptir þjóðarbúið miklu.
Austurland tækifæranna, jú vonandi getum við tónlistarmennirnir haft lifibrauð af vinnuni okkar og þurfum ekki að standa í svona argaþrasi.
Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi hér eystra. Hlutir sem bæði hafa fengið styrki og ekki. Í gær voru til dæmis tónleikar í Blúskjallaranum með hljómsveitum skipuðum krökkum frá 10 - 16 ára aldri. Þar voru þeir að gefa af sér eins og eðli tónlistar er,kannski öfugt við margar íþróttir.
Gítarkveðjur
Jón Hilmar
Jón Hilmar Kárason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:38
Elma Þú færð Stórna mínus fyrir þetta. 1 stórt SKAMMM
Jón segir allt sem segja þarf.
Þorvaldur Einarsson Tónlistamaður
valdi (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.