28.3.2007 | 10:45
VG - Mosakommar
Hef verið alveg agalega löt við bloggið, finnst sem ég hafi ekkert sérstakt að segja er bara alveg flöt ein og staðinn bjór.Ég man að ég vildi aldrei bjór í könnu eða glasi þá fannst mér hann vera flatur. Ég man eftir að hafa notað þetta orð fyrst úti í Þýskalandi fyrir rúmlega 30 árum og ég man alltaf hvað Sveini á Dalatanga fannst þetta flott lýsing á stöðnum bjór, flatur.
Ég las alveg yndislegt orð um VG Mosakommarnir. Þetta er bara tær snilld og ekkert annað. Það er Spámaðurinn á horninum sem skrifar þetta í Viðskiptablaðið. Mosakommar, þetta er alveg yndislegt orð. Og það fékk mig til að blogga smávegis.
Hassi vinur minn í Sandavogi er búinn að selja Tóru. Nei, ekki konuna sína, skipið sem hann hefur stýrt síðan 1988. Skipið var selt til Nígeríu og þykir mér ótrúlegt annað en Hassi sigli því þangað sjálfur. Og meira frá Færeyjum. Í litlum bæ á Vogey sem heitir Bö bjuggu 1. febrúar s.l. rúmlega 70 manns. Það sem er merkilegt við íbútöluna er að 40% af íbúunum er undir 20 ára aldri. Ég man þegar ég kom í fyrsta skipti til Bö fyrir tæplega 40 árum bjuggu þar að mig minnir rúmlega tugur manna og vegurinn var malbikaður alla leið. Hér á landi fengum við malbik á vegi tugum ára á eftir Færeyingum og enn eru ekki allir vegir með bundnu slitlagi.
Það er sem ég segi; við áttum aldrei að fara frá Dönum!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með skipin og bátanna þeirra, voru þeir ekki löngu á undan okkur í yfirbyggingu?
Þeir eru undan okkur í ýmsu litlu Færeyjar eins og t.d. menningunni, tónlist, málaralist og fl.
Edda Agnarsdóttir, 28.3.2007 kl. 14:58
Tek undir það að þeir eru flottir en ég held að við höfum verið fyrr til með ýmsar nýjungar í sjávarútvegi s.s. kraftblökkina og fleira. En þeir fóru hraðar en við í byggingu stórra skipa og fóru margir illa út úr því.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.