Sérkennileg framboðsmál

"Að öll dýr verði jöfn að lögum". Hafið þið heyrt það betra? Ég heyri ekki hvað hún heitir konan sem sagði þetta í hádegisfréttunum. Þetta er til komið vegna þess að nú á að fara að drepa sílamáva í Reykjavík. Þeir verða svæfðir og dýraverndunarsamtök hafa gert athugasemdir við framkvæmdina. Er það ekki stórfurðulegt að þetta skuli vera viðhaft um dýr – ekki fólk, en þar er langur vegur frá að allir séu jafnir.

   Ný stjórnmálasamtök hafa líka komið sínum skoðunum á framfæri. Þau ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. Helsta baráttumál þessara samtaka verður að koma flugvellinum burt úr borginni. Hvað skyldi þau fá mörg atkvæði frá landsbyggðinni en það er fólkið sem þar býr, sem notar flugvöllinn. Vonandi ekki neitt og það vilja ekki allir Reykvíkingar flugvöllinn burt úr borginni. Það er mjög sérstakt að ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum og gera flugvöllinn að aðalkosningarmálinu, vægast sagt.

   Hvað er það sem gerir það að allt í einu er svo eftirsóknarvert að komast á þing? Er almenningur farinn að sjá að það gæti nú verið ansi þægilegt að sitja þar? Góð laun, góð frí og ýmis hlunnindi. Mosakommarnir virðast enn vinna á, nú í NV kjördæminu. Kannski hafa það verið mistök að bjóða ekki fram róttækann kvennalista. Því það virðist vera sem konur ætli að fylkja sér um Mosakommana. Ég elska þetta orð.   Setti húsið mitt aftur á sölu í dag. Það verður núna auglýst hjá Hóli á Reyðarfirði. Hæ, hæ á Hóli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já og svo kemur kannnsi einn vænn mosakommi og kaupir húsið af Hóli fasteignasölu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 17:34

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er í góðu lagi, það þarf nefnilega að hreinsa mosann úr grasflötinni. Vex þar alveg ólmur síðan börnin og barnabörnin hættu að spila fótbolta og blak þar.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband