31.3.2007 | 11:01
Sumarhiti
Það er ótrúlegt að núna klukkan tíu að morgni skuli hitastigið vera komið upp í 12°. Það er jú síðasti dagur marsmánaðar. En Guð láti á gott vita fyrirgefið skíðiðkendur. Það styttist í páskana og veðurspáin er góð hér eystra hvar annars staðar þar sem lognið hlær svo dátt hlakka til að fá heimsókn um páskana og það er þéttskipuð dagskrá í Fjarðabyggð fyrir þá sem koma til annars en að heimsækja ættingja og vini.
Fór með Önnu og Gísla í Egilsstað í gær. Það var ágætisferð, alltaf gott aðskreppa út fyrir bæjarmörkin, þó það sé bara í Egilsstaði.Þeir fá til dæmis ókeypis auglýsingu í útvarpi allra landsmanna, fjórum sinnum á dag, það er þegar sagt er frá hitastigi á landinu. En þessi ferð vakti upp margar spurningar t.d. hvað Héraðsmenn eru góðir í að koma sé á framfæri. Svæðisútvarp Austurlands, sem gæti hæglega heitið Útvarp Egilsstaðir, af hverju í ósköpunum eru þessir endalausu pistlar frá Höfn. Tilheyrir Höfn ekki Suðurkjördæmi núna? Það var sagt hér í eina tíð að starfsmenn svæðisútvarpsins skryppu gjarnan út á Kaupfélagsplanið eð í menntaskólann ef þeim vantaði viðmælendur, kannski það sé svoleiðis ennþá. Ég hef fyrir nokkuð löngu hætt að hlusta á svæðisútvarpið, les frekar fréttir dagsins á netinu. Ég veit þó að það er ágætis mannaval þarna, en er það einhver lenska að ráða bara héraðsmenn til starfa. Fyrirgefðu Ásgrímur Ingi, þú verður víst að teljast með þeim!
Þegar upp er staðið þá er það ekki svæðisútvarpinu að kenna hvað Fjarðabyggð er léleg að koma sér á framfæri. Í fyrsta lagi þá höfðum við afspyrnu lélegan kynningarfulltrúa og því miður virðist sá sem við tók vera litlu betri. En sjáið þið þetta er mín skoðun. en ég veit og þess vegna kem ég þessu áframfæri, að ég á mörg skoðanasystkini.
Það er ýmislegt sem Egilsstaðir hefur fram yfir okkur hér í Fjarðabyggð og er það bara í besta lagi. En ég vil sem skattgreiðandi í Fjarðabyggð að okkar málefnum sé komið á framfæri, í það minnsta í miðli þeim sem á að heita Svæðisútvarp Austurlands. En það er náttúrulega undir talsmanni sveitarfélagsins komið. - Er að fara að horfa á leik ÍA og Fjarðabyggðar, vona auðvitað að mínir menn standi sig.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kann ekki við að svara þér á mínu bloggi því það væri nokkurs konar blogg býst ég við og ég er hættur því. Ég er loksins að fara starfa í samræmi við menntun mína - sem félagsfræðingur - hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra.
Ég er sammála þér með pistlana frá Höfn - þeir eru undarlegir og auðmissanlegir. Miklu eðlilegra væri að vera með reglulega pistla úr hverjum byggðarkjarna Fjarðabyggðar. Einu sinni var ég með pistla frá Neskaupstað. Hélt út í þrjú skipti en þá skildi ég að ég átti að gera þetta ókeypis. Það er víst svo merkilegt að vera í útvarpinu.
Og djöfull er flókið að kommenta hérna! Moggablog(g)sfasismi er þetta!
Jón Knútur (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:02
Gleðilega páska
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.