Ég fer í fríið...

   Að hætta að blogga svona skyndilega er eins og að fara án þess að kveðja. Mér líkar hvorugt og biðst afsökunar á að hafa ekki gefið skýringu á fjarveru minni. Satt að segja þá fékk ég bara svo skyndilega upp í kok á þessum skrifum að ég gat ekki meira. Las á bloggi vinar míns – sem er líka kominn í frí – að þetta væri íþrótta sem maður á að iðka á veturna. Ég er sammála og því ætlað ég að taka mér langt sumarfrí.

   Komi hins vegar upp sú staða að ég verði að springa af frásagnargleði eða geðillsku þá auðvitað gríp ég til bloggsins, því eins og þið vitið er engin regla án undantekninga og þann rétt áskil ég mér.

Síðustu dagar hafa verið hreint út sagt yndislegir en stundum erfiðir. Hjá mér hefur verið margt í heimili og gestagangur mikill. Því er ég nú eins og Palli einn í heiminum og sakna fjörsins. Framundan er stutt vinnuvika og ýmis hliðarstörf bæði launuð og ólaunuð. En það er farið að vora ansi mikið þó svo að síðasti þriðjudagur með 22°hita hafi verið sýnd veiði en ekki gefin. Snjókarlarnir í garðinum hjá mé sem nú eru orðnir hauslausir bera þess vitni. Hlý kveðja alla leið frá Barbados yljaði mér líka um hjartarætur.

Gangið á Guðs vegum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skil þig mjög vel, ég er í sama gír og þú....alveg sammála að þetta sé vetrarsport!! Hafðu það sem allra best og við hittumst þá kannski á skype fyrst við fáum ekki fréttir í gegnum blogg.......sjáumst

kv. Jóna Harpa

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 06:58

2 identicon

Takk fyrir bloggið!

Jón Knútur (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:08

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Úps ég á eftir að sakna þín! Ekki hafa mjög langt á milli geðillskukastanna

Edda Agnarsdóttir, 11.4.2007 kl. 00:19

4 identicon

Skil vel að löngunin kraumi ekki stöðugt í þér. Hlakka bara til vetursins og "tak for denne gang"! Kær kveðja, Jóhanna.

Jóhanna (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:12

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég fæs svona bloggútbrot á köflum.....og hvíli mig þá!!!!!!!

Hafðu það yndislegt bloggvinkona og njóttu alls sem best.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband