Komin aftur - allavega í dag

  Það ætti að setja mig í útlegð þegar kosningar nálgast. Eitthvað þangað sem ég get ekki látið skoðanakannanir eða annað hafa áhrif á líðan mína. Fyrir austan sól og sunnan mána. Mér er ekki sjálfrátt en hef þó sloppið við að vera í eldlínunni, mér fellur betur að vera baksviðs. Með þessum skrifum er þá bloggbindindið rofið. – En ég ætla ekki að blogga um pólitík og ekki nema þegar ég er í skapi til þess.

  Í endaðan mars sótti ég um að komast á námskeið í færeysku hjá Fróðskaparsetrinu í Þórshöfn í Færeyjum, en Fróðskaparsetrið er háskóli Færeyinga. Þetta er sumarnámskeið og tekur aðeins 30 nemendur. Ég var á síðustu stundu með umsóknina en náði að senda hana í tölvupósti á síðasta snúningi. Fékk svo svar á föstudaginn um að ég hafi verið tekin á námskeiðið. Varð ofsalega ánægð en svo læddist að mér einhver kvíðatilfinning og hugsun sem þessi; í hvern andskotann ertu nú búin að koma þér?En þessi hugsun stóð stutt yfir. Ég er búin að kaupa mér flugfar til Færeyja þann þrítugasta og fyrsta júlí en námskeiðið byrjar 1. ágúst. Það var freistandi að fara með Norrænu fyrir Ólavsvökuna en ég nennti ekki að standa í því. Þannig að þarna kem ég beint í skólann. Fæ gistingu “prívat” með aðgangi að eldhúsi, baði og að ég held sjónvarpi. Nú orðið hlakka ég bara meira til en áður.

  Ég veit auðvitað ekki hvað réði úrslitum um að ég komst að, ekki eru það prófgráðurnar mínar, kannski það að ég tiltók að ég hafi fyrst komið þangað 1969 og hvað oft síðan hef ég ekki tölu á. Það fólk sem ég þekki á Eyjunum átján er yndislegt. Ég verð þó að taka fram að allir vinir mínir þarna, eru á Vogey, en ég á ekki von á öðru en að allir færeyingar séu gott fólk. En ég veit þó að það er nákvæmlega eins og á Íslandi, misjafnt eftir búsetu. Ég er líka viss um að fólkið sem býr í Scarborough er einstakt, betra en aðrir íbúar Englands.

Það er kalt en stutt í að runnar fari að springa út. Fór tvo golfhringi á sunnudaginn og fann vel fyrir því. En það er ekki hægt að leika golf í Færeyjum. Það verður það eina sem ég á eftir að sakna úr sumarveðrinu hérna – fyrir utan þig!. En ég á góðan regnfatnað!

Veistu að mykjulyktin í sveitinni nær alla leið hingað út í bæ og var nánast að kæfa mig á sunnudaginn. Hvað segja menn almennt við þessu er þessi mengun í lagi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að það þarf að hafa auga með þér  Gott að þér tókst að bægja kvíðanum frá. Ég er viss um að Færeyjaferðin og námskeiðið verður frábært! Kær kveðja Jóhanna.

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:27

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Stend með þér, prófaði þetta síðasta sumar, þ.e.a.s. að yfirgefa fjölskylduna frá 16. maí til 12. ágúst og var alein og sjálfstæð í Kaupmannhöfn með obba lítinn kvíða til að byrja með en kom endurnærð til baka!

Mæli með þessu.

ps. var að vinna allan tímann

sama

Edda Agnarsdóttir, 17.4.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sjáðu athugasemdir á blogginu mínu aftur!

Edda Agnarsdóttir, 17.4.2007 kl. 11:19

4 Smámynd: halkatla

ég er svo sammála þér varðandi kosningarnar og Færeyjar, sérstaklega Færeyjar. Þær eru töfrumlíkar og yndislegt fólkið

halkatla, 17.4.2007 kl. 17:20

5 identicon

Mikið er ég fegin að þú fórst ekki í langt frí, ég var farin að sakna skrifana hjá þér, kveðja Petra

Petrún Bj. (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 160821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband