Meira frá Álafossi

Þessa dagana má ég eiginlega ekki vera að því að vera í vinnunni minni. Og það er með ólíkindum hvað þessi vinna já bara vinnan yfirleitt truflar frítíma manns. Ég get nú ekki sagt að ég sé komin í góðan blogggír en læt mig hafa það að bulla eitthvað
Ég sagði ykkur um daginn frá fyrsta sólarhring okkar vinkvennanna á Álafossi. Best að ég haldi aðeins áfram. Við vöknuðum á tilsettum tíma næsta morgun. Fórum í morgunmat og síðan í verksmiðjuhúsið. Þegar inn kom lá við að það liði yfir okkur af lyktinni sem þar var. Lyktin í sveitinni á sunnudaginn var eins og Channel 5, miðað við það sem tók á móti okkur þarna.
Við gáfum okkur fram við verkstjórann sem setti okkur á sitt hvorn staðinn, okkur til mikilla vonbrigða. En síðan var mér kennd handtökin. Ég hafði ekki staðið mjög lengi við verk mitt þegar ég hentist af stað á snyrtinguna með æluna í hálsinum. Stuttu seinna kom Olla frá hinum enda hússins. Þetta hélt áfram fram eftir degi og þessu fylgdi mikill höfuðverkur. Mér hefur oft verið hugsað til þess að þarna virtust engar kröfur gerðar um hollustuhætti, því þetta var ekki mönnum bjóðandi.
Nú við þraukuðum þennan dag og nokkra þá næstu. Eftir hálfan mánuð vildum við fá eitthvað útborgað, enda staurblankar. Þá var sagt; nei þið fáið ekkert útborgað fyrr en eftir mánuðinn, en þið getið tekið út hérna í sjoppunni. Þetta fór nú alveg með okkur. Vissulega tókum við út í sjoppunni en okkur vantaði peninga til að fara í bíó, en við höfðum kynnst strák þarna sem átti bíl. Þá var okkur sagt af þeim sem kunnu á kerfið að við skyldum bara taka út sígarettur og selja þær með einhverjum afslætti, þannig gætum við fjármagnað bíóferð. Þetta gerðum við og gættum þess eftir þetta að taka reglulega út sígarettur og sælgæti, en þess var líka gætt af hálfu vinnuveitandans að við tækjum ekki of mikið út.
Það var stórbrotið fólk þarna. Júgóslavi sem gjarnan reikaði nakinn um ganginn í bragganum kvartandi yfir áhugaleysi kærustunnar á kyndlífi, færeysk blómarós sem gjarnan fór nakin í sundlaugina á staðnum. Þegar það gerðist var eins og hent hafi verið bráð fyrir hákarla svo mikill var æsingurinn í karlpeningnum þegar hún hoppaði út í. Við fórum bara einu sinni í sund.
Það gekk fjöllunum hærra í borðsalnum að við værum báðar óléttar. Það væri ekki eðlilegt hvað okkur var alltaf óglatt. Við lögðum á ráðin að komast burtu og þá heyrðum við auglýst eftir fólki í fiskvinnu í Vestmannaeyjum. Við strukum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

ÆVINTÝRALEGT-BÍÐ EFTIR FRAMHALDINU!

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 160820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband