Örlítið af pólitík

   Efsti maður á lista Frjálslynda flokksins var á kaffistofunni þegar ég kom við þar í gær. Þegar ég birtist sagði sá sem fyrir var fyrir utan frambjóðandann; þarna kemur Samfylkingarkonan. Frambjóðandinn sneri sér að mér og heilsaði og spurði af hverju ertu ekki með okkur?  “Af því að þið eruð svo ruglaðir” svaraði ég um hæl. Lesturinn sem ég fékk um Ingibjörgu Sólrúnu og varaformanninn, kvótaerfingjann, eins og hann kallaði hann, er ekki eftir hafandi.

   Af hverju tala frambjóðendur F, D, VG og B svona illa um formann Samfylkingarinnar. Er það vegna þess að þeir óttast hana, eru hræddir við skarpskyggni hennar, mælsku, eða hvað er það? Óttast VG, Samfylkinguna vegna þess að þeir vildu ekki vera með á sínum tíma, sjá þeir eftir því?. Ég veit það satt að segja ekki og ætla ekki að velta mér uppúr því. Ég ætla að kjósa Samfylkinguna af því að hún kemst næst mínum skoðunum og þar er ekkert alræðisvald eins og hjá VG eða sjöllunum.

    Ung vinkona mín er að lesa Stelpuna frá Stokkseyri. Hafi hvarflað að mér að kjósa VG sagði hún þá hvarf sú hugsun eins og dögg fyrir sólu þegar ég las um framkomu Steingríms J, Hjörleifs Gutt og Ólafs Ragnars gagnvart henni. Þvílíkt framkoma. Mér var eins farið þegar ég las bókina, ég hafði þó starfað í Alþýðubandalaginu með þessum mönnum en þekkti þá ekki betur en svo að framkoma þeirra gagnvart Margréti kom mér í opna skjöldu – og þó!

   Frjálslyndi frambjóðandinn í kaffistofunni í gær klykkti út með því að segja þegar ég sagði honum frá þessari vinkonu minni; Margrét, hvað er hún að gera núna, ferðast með Olíudrottningunni. Málefnalegt eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekki veit ég neitt um þessa Kalíuforníuferð annað en að þar er á ferðinni þingmannasamskipti.

En hitt veit ég að "Stelpan frá Stokkseyri" hafði svipuð áhrif á mig. Ég þekki ekki Margréti en ég hef aðeins lítillega kynnst Steingrími  í tengslum við bílslysið sem hann varð fyrir og ekki hægt annað en að dást af því hvað hann var einarður og þrautseigur að vinna sig út úr því og var góð fyrirmynd  í þeim hópi fólks og mikill léttleiki sem honum fylgdi. En því miður setti hann niður hjá mér við lestur bókarinnar.

En það eru líka til menn sem segja að þessi skrif um fyrrnefnda menn séu uppspuni. Svona er þetta og verður alltaf. Fólki greinir á.

Edda Agnarsdóttir, 21.4.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ingibjörg Sólrún er lögð í einelti því þeir eru hræddir við hana. Og þá finnst þeim best að úthúðahenni. En hún brotnar ekki - eldklár, dugleg, mælsk, málefnaleg etc.

En þetta dugar því miður ekki fyrir mig.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.4.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 160820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband