Örlítið meira af pólitík

Ég var að vinna á skrifstofu míns gamla blaðs í gær og rosalega fannst mér gaman þó svo að ég hafi verið í öðru hlutverki en áður. Ég gaf mér tíma til að skoða gamlar myndir og rifja eitt og annað upp. Ég fyllist alltaf stolti þegar ég hugsa til þess að það var ég sem stóð fyrir því að þetta skrifstofuhúsnæði yrði keypt handa gamla blaðinu okkar. Þegar hætt var útgáfu Austurlands eftir 50 ár þá hætti útgáfa eina yfirlýsta pólitíska landsmálablaðsins.

 

Það verður kátt í höllinni þegar öll kosningarloforðin verða uppfyllt. Allt eintóm sæla sama hverjir komast að. Loforðin eru ekki spöruð og kannski engin ástæða til, það er alsendist óvíst að þau þurfi að uppfylla. Mér finnst Bakþankar Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu í gær frábærir. Þar líkir hann stjórnmálamönnum við alkóhólista sem þarf að fara á 90 fundi á 90 dögum til að ná bata.

 Sagt er að fyrir alkóhólista sem langar að snúa frá villu síns vegar og ná góðum bata sé hollt að fara á 90 AA-fundi á 90 dögum. Í aðdraganda kosninga hegða flestir stjórnmálamenn sér samkvæmt þessari forskrift; þeir duglegustu ná allt upp í 180 fundum á 90 dögum. Eins og alkóhólistar eru þeir fullir með góðan ásetning og sjá framtíðina í rósrauðum hillingum og lofa bót og betrun á öllum sviðum. Það heitir í AA-fræðum "að vera á bleiku skýi". Allir alkóhólistar sem hafa náð árangri í baráttunni við breyskleika holdsins vita þó að góður vilji gerir enga stoð og allt hálfkák er einskis virði. 

TÓLF SPORA KERFIÐ nota alkóhólistar með góðum árangri til þess að snúa lífi sínu til betri vegar. En hvorki meira né minna en 6 spor eða helmingur þessara 12 spora fjalla um þá iðrun og yfirbót sem raunverulegur bati byggist á. 

FJÓRÐA SPORIÐ hljóðar svo: "Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar." Sem þýðir að maður verður að viðurkenna mistök sín – án þess að reyna að réttlæta þau eða draga úr alvöru þeirra. Sá maður er ekki á batavegi sem kallar þjófnað "tæknileg mistök" eða talar um að "rangar upplýsingar" hafi ráðið því að hann samþykkti að ráðast með vopnum á bláókunnugt fólk. 

NÍUNDA SPORIÐ hljóðar svo: "Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan." Hér breytist sú einlæga iðrun sem 4. sporið fjallar um í raunverulega yfirbót sem felst í því að alkinn reynir að bæta fyrir það sem hann hefur gert öðrum eða frá þeim tekið. Stjórnmálamaður í raunverulegum bata mundi til dæmis flýta sér að skila aftur þeim eftirlaunakjörum sem hann sjálfur skammtaði sér úr vasa grandalausra kjósenda sem treystu honum í blindni. Hann mundi fjarlægja stjórnmálaflokkinn sinn frá gulljötunni sem hann leiddi hann að í ríkisfjárhirslunni og halda honum til beitar á hinum sameiginlega afrétti landsmanna”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjórða spora kerfið:

eða talar um að "rangar upplýsingar" hafi ráðið því að hann samþykkti að ráðast með vopnum á bláókunnugt fólk.  eða samþykktu kárahjúkavirkjun og þykjast nú hafa verið blekktir með einhverri jarðfræðiskýrslu.

Trebbi (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband