9.8.2006 | 10:54
Í dag ætla ég að vera...
Það er súld og frekar þungbúið en afskaplega milt veður. Það léttir til í kvöld og þá fer ég í golf og líka á morgun í okkar hefðbundna Hefðameyjamót. Þemað í ár er rautt. Þar sem ég á ekkert rautt nema boli þá er ég að hugsa um að sveipa um mig rússneska fánanum, þessum gamla með hamri og sigð. Hann hæfir mér vel. Allavega skoðunum mínum.
Úrsúla vinkona mín kær er harmi slegin vegna endalokanna á The O.C. En hvernig er hægt að láta þætti sem eru að missa aðalleikkonuna enda öðruvísi en að láta þær deyja. Ég get sagt henni að systir Marissu verður aðalsöguhetjan í næstu þáttaröð. Sá þetta allt á netinu.
Horfði á mynd í gærkveldi en það hef ég ekki gert lengi. Þetta var mynd með Cameron Diaz, In her shoes. Hún var alveg í lagi en ekkert meira. Einu sinni fannst mér C.D. bara þokkalega falleg kona en ekki lengur. Sjúskuð með ljóta húð. Er viss um að hún var ekki sminkuð svona!
Það er einkennilegt að lífeyrissjóðirnir sem eru öflugustu fjárfestingasjóðir landsmanna og er í raun stjórnað af verkalýðshreyfingunni skuli ekki grípa til einhverra ráðstafanna vegna þess gígantíska launamuns sem er í landinu. Lægst launaða fólkið í þeirra röðum losar rífar hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun. Á sama tíma eru hæst launuðu Íslendingarnir með tuttugu milljónir á mánuði. Og það sem meira er, lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu eigenda bankanna. Þessum sjóðum er stjórnað af forystu verkalýðshreyfingarinnar í samvinnu við forystu atvinnurekenda. Hvað er að?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 160746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er bara skandall!! Næsta sería verður ekki söm án Marissu! Bara skil þetta ekki og trúi þessu ekki enn!!
Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 11:29
Verður hún ekki flott í eiginkonunum?
Elma (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 12:27
Nei ég er ekki alveg að sjá hana fyrir mér þar... hún er alltof mikill krakki!
Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.