10.8.2006 | 17:29
Leðurföt og fleira af loftinu
Það kom margt í ljós þegar skóflað var af loftinu í gær. Jóhann Freyr fór 3 ferðir með fulla kerru af drasli. Ég held að það hafi ekki verið margir nýtilegir hlutir þar í og með ólíkindum hverju er hægt að safna. Fleiri pokar af fötum frá börnum Petru og þar leyndist ekki margt en þó. Bleiki kjóllinn hennar Huldu Elmu og blúndubuxurnar, og hvítur jakki og húfa úr lambsull og nokkrir kjólar og treyjur sem mamma hefur heklað. Margir pokar af gardínum og rúmfatnaði og einn poki með leðurfatnaði. Þar var leðurkápan mín sem er í hátísku í dag, svartur leðurjakki sniðinn út í eitt með axlapúðum, leðurjakkar af kerlpeningunum sem verið hafa á þessu heimili. Bolir merktir ferð sem ég fór með frjálsíþróttakrakka til Noregs fyrir margt löngu og 50 ára afmælisbolir Neskaupstaðar. Gef þá einhverjum krökkum á tómbólur. Að ógleymdum 2 pokum af húfum sem ég hef fengið hingað og þangað. Hver vill?
Hefðameyjamótið er að hefjast klukkan sjö. Það eru 35 konur skráðar til leiks, þrjár eða fjórar ætla að vera kaddíar og ánægjulegt er að það eru konur úr 6 klúbbum. Það verður bara gaman, veðrið nokkuð gott og í lokin verður pizzuveisla. Segi ykkur meira á morgun!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.