13.8.2006 | 21:27
Sunnudagur
Mikið rosalega er veðrið gott dag eftir dag. Rigningin sem spáð var í dag er ókomin, sem sagt Veðurfræðingar ljúga! Hvenær skyldi ég heyra þetta lag? Fór með Camillu í golf í morgun. Henni gekk ágætlega og ég var þolinmæðin uppmáluð. Satt ég var mjög þolinmóð. Vorum með afmælismatinn hans Jóhanns Freys í kvöld þar sem ég gaf honum veiðileyfi í Norðfjarðará í afmælisgjöf og fer hann í veiði í fyrramálið. Og Jóhann Nökkvi hló upphátt í fyrsta skipti í kvöld. Yndislegt að heyra það.
Var að skipta um lykilorð í heimabankanum mínum í gærkvöldi og man ekki hvað það er. Verð að hringja í bankann í fyrramálið og fá það uppgefið. Ótrúleg gleymska.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.