25.7.2007 | 08:59
Sveitó í Færeyjum og á landsbyggðinni á Íslandi
Jæja þá er ég komin aftur. Fríið frá blogginu var ansi gott en stundum átti ég erfitt með að hemja mig. Langaði að skrifa um ýmis mál sem hafa komið upp í sveitarfélaginu mínu, Fjarðabyggð. Ég tel að það sé aðeins af hinu góða að hafa áhuga á málefnum þess, ég er því miður oftar en ekki á annarri skoðun en þeir sem ráða för. Oft hef ég rétt fyrir mér en ekki alltaf. Málefni nýs leikskóla kom fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Í umsögn stendur þetta: Umsögn arkitektur.is og minnisblað bæjarstjóra vegna staðarvals leikskóla á Norðfirði. Bæjarráð sammála um að fá lögfræðilegt álit á þeim kostum sem fyrir hendi eru. Mér er spurn hvað hefur lögfræðilegt álit með þetta að gera? Svona eru flestar bókanir sveitarfélagsins, ekki bara míns sveitarfélags, flestra þeirra. Annað hvort þarf maður að vera haldinn spádómsgáfu eða miðilshæfileikum til að skilja þær.
Eftir viku sest ég á skólabekk í Fróðskapasetrinu í Þórshöfn í Færeyjum. Ég er búin að hlakka lengi til en nú hefur smá kvíðahnútur sest að í mallakút. Ég veit samt að þetta fer allt vel og ég verð margs fróðari um land og þjóð eftir þessa mánaðardvöl. Allar ferðir mínar til Færeyja til þessa hafa verið vikuferðir út og heim aftur. Farið frá Seyðisfirði, fyrst með Smyrli og síðar með Norrænu. Ætla örugglega að blogga frá Þórshöfn. Núna er fréttamaður RUV að tala frá Færeyjum og hún segir ekki rétt frá, að öðru leyti en því að það er rigning og kalt. Hún segir að það sé sveitó í Færeyjum svona eins og út á landi á Íslandi. Athugið að það erum við skattborgarnir sem greiðum þessum fréttamanni laun.Þó ég sé byrjuð aftur þá efast ég um að ég nenni að blogga daglega, en við sjáum til.Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hulda. Velkomn aftur. Ég er forvitin, hvað er Fróðskaparsetrið í Þórshöfn?
Edda Agnarsdóttir, 25.7.2007 kl. 23:29
Það er háskóli Færeyinga. Merkileg framsýn stofnun sem ég hlakka til að sækja. Annars eru Færeyjar mér afar hugleiknar og fólkið sem þar býr alveg einstakt. Elma
Eg. (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 08:33
Spennandi og hvaða kúrs ert þú að fara á ?
Edda Agnarsdóttir, 26.7.2007 kl. 11:23
Er að fara á sumarnámskeið í færeysku. Námskeiðið tekur aðeins 30 manns og er ég heppin að komast að og er að auki eini íslendingurinn. Stundaskrin er býsna þétt, þegar ekki er setið í skólastofum eru ferðir sem ég segi frá á blogginu einhvern næsta dag.
Elma (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.