Norðfjarðar lofsöngur

Hvað skyldi vera langt síðan svona veður var, dag eftir dag. Þetta er næstum eins og ég man best, eilíft sumar og sól. Ég fann þó þegar ég kom út í morgun haustlykt í loftinu. Jóhann Freyr, Camilla og Jóhann Nökkvi fara á morgun. Ætla að skreppa út í Hrísey og fara suður á sunnudaginn. Það hefur verið yndislegt að hafa þau og það verður tómlegt þegar þau verða farin.

Það er nóg að gera fyrir mótið á laugardaginn. Það er komið upp stórt auglýsingaspjald með Stefánsmótinu. Því er tillt við afleggjarann niður á golfvöll þannig að það ætti að blasa við öllum sem aka til vesturs.

Fann í gamla draslinu gamalt ljóðakver sem heitir Norðfjarðar lofsöngur. Það er gaman að fletta því og minnir kveðskapurinn um margt á kveðskap Boggu Lúnna. Skemmtivísur að mestu. Það er furðanlega lítið eftir af öllu því sem kom af loftinu. Búið að henda og henda og gott að ég fékk ekki alltaf að vera með í ráðum. Vantar nú bara einhverja krakka sem eru að fara að halda tómbólu. Krakkar ég á nóg af dóti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband