Ættarmót, jarðarfarir og Færeyjar

   Ættarmótið fyrir norðan um helgina var frábært. Þarna mættu um 140 Petrungar, eins og við höfum kallað okkur, afkomendur Petrúnar Bjargar Gísladóttur. Það eru ekki allir sáttir við þetta nafn, ég veit ekki af hverju, ég er stolt af ömmu sem var kjarnakerling. Ég hef svo sem látið í ljós þá skoðun mína að við ættum að hafa þetta afkomendur Gísla Þorlákssonar. Þá kæmu systrabörn ömmu og hennar niðjar inn. Systir ömmu átti tvö börn þannig að sá hópur er ekki fjölmennur en amma átti tólf börn. Það var ákveðið að halda næsta mót eftir 3 ár og einn ættleggurinn kjörin til að sjá um framkvæmd þess.

   Frændi minn einn kom með mér austur og gisti í tvo daga. Á leiðinni heim fórum við að Kárahnjúkum og skoðuðum Hálslón. Ég veit ekki hvað menn eru að syrgja þarna í efra. Lónið veður flott og eyjan sem þar verður í miðju lóni á eftir að verða græn og grösug. Hlakka til að sjá þetta á næsta ári.

   Er það svo að þegar maður er kominn á þennan aldur að þá séu maður jarðarfarir nánast daglegt brauð? Mér finnst það. Var í jarðarför á mánudaginn og fer í aðra á morgun og þá þriðju á mánudaginn. Á samt ekki von á að ég fari í jarðarför í Færeyjum, en það er aldrei að vita.

  Fór á fund í mótanefnd GN í gær. Þar var verið að skipuleggja Neistaflugs golfmótið sem verður að vanda stærsta og flottasta mótið okkar. Hefði gjarnan viljað vera þar með en það er ekki á allt kosið og minnst á golf. Ég ætla ekki að hafa golfsettið með til Færeyja. Það er að vísu 9 holu völlur í Þórshöfn en þetta er svarið sem ég fékk þegar ég spurðist fyrir um hvort ég mætti spila þar og hvað það myndi kosta; Tað er OK. Golfvøllurin er ikki góður, sera primitivur, men tað er so tað, vit hava. Kostnaðin finna vit útav, tað verður ikki nógv, kanska 200,- kall.

Elska þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna hér, ég vissi ekki að þú værir byrjuð aftur að blogga kona!! Líst vel á þetta hjá þér  Hlakka mikið til pistlanna frá Færeyjum

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 17:44

2 identicon

Þú heimtaðir þetta!

Eg. (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:48

3 identicon

Þetta er svo gullfallegt mál! Ég skora á þig að deila með okkur örlítilli færeysku í blogginu meðan þú ert úti, verst að maður þarf sjálfur að skálda framburðinn. Og voðalega er nú gott að sjá þig aftur á netinu!

Johanna (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 01:16

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk Jóhanna mín, ég skal reyna þetta með færeyskuna en framburðinum kem ég ekki á bloggið!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband