19.8.2006 | 08:27
Halldór dramatíski
"Nú er mál að linni, nú stíg ég af sviðinu" sagði Halldór Ásgrímsson á dramatískan hátt í lok ræðu sinnar á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það er löngu kominn tími að linni, Halldór sæll. Það má vel vera að þú hafir gert eitthvað gott í pólitíkinni en það er að mínum dómi ekki margt. Það er líkt farið með Valgerði Sverisdóttur, hún ætti að fá þessa setningu þína lánaða og segja þetta fyrir næstu Alþingiskosningar. Hver tekur svo við er nokk sama það er sama rassgatið undir öllum framsóknarmönnum. Kannski ekki alveg öllum. Vinur minn á Húsavík orðaði þetta einu sinni svona: "Þeir geta ekki að þessu gert, þetta er fæðingargalli". Sé svo er þeim fyrirgefið. En getur það verið fæðingargalli að ota alltaf eigin tota og hlaða undir sleikjurnar í kringum sig? Nei það er eitthvað annað. Það er Framsóknarmennska. Er farin í golf
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.