30.7.2007 | 11:20
Ég er á leiðinni
Þá er ferðin til Færeyja hafin. Fór að heiman á laugardagsmorgni og fer úr annað kvöld. Hef eytt þessum dögum í góðu yfirlæti hjá ættingjum og vinum og fer í jarðarför kærs vinar eftir hádegið. Það má eiginlega segja að þessi Færeyjarferð mín sé þeim sem ég fylgi til grafar í dag að kenna eða þakka. Saman sátum við í eldhúsinu heima hjá honum ásamt fleira fólki og ráðgerðum samskipti við Sandavogs Íþróttafélag. Auðvitað er það þakkarvert sem þarna gerðist. Þessi samskipti standa enn í dag og ég leyfi mér að fullyrða að hátt á annað þúsund manns hafa komið að þeim á einn eða annan hátt. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar hann hringdi í afmælisheimsókninni 1973 og sagði; Elma það er Færeyingur hérna sem segist hafa gleymt skegvunum sínum á Eskifirði. Hvorugt okkar gat skilið að það voru skórnir sem maðurinn gleymdi. Við giskuðum á rakvél og eitt og annað sem tengdist skeggi. Ári seinna vorum við á leið til Færeyja í fyrsta skipti og núna með flugvél frá Egilsstöðum. Vikuferð sem aldrei gleymist og ferðirnar síðan hafa verið reglubundnar annað hvert ár síðan 1975 með Smyrli frá Seyðisfirði og seinna Norrænu.
Ferðirnar innanlands voru líka eftirminnilega hvort sem var til Húsavíkur eða Reykjavíkur þar sen við vorum veðurteppt í viku! En nú er Siggi Björns allur, en eftir lifir minning um góðan drengs sem alltaf var tilbúinn að greiða götu félagsins síns. Það var sama hvort hann þyrfti að hlaupa í skarðið ef það vantaði mann í lið, eða smíða mörkin sem hann svo stóð í, já bara að nefna það. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að vini.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlakka til að heyra frá þér í Færeyjum - ég er núna í íbúð sonar mín á Eyrarsundsstúdentagörðum í Kaupmannahöfn og hér er glás af Færeyingum sem búa hér.
Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:25
Góða ferð til Föreyjanna!!
Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.