Alcoa svarar ekki

Alcoa auglýsir grimmt eftir starfsfólki en enn hefur ekki verið svo mikið við haft að ræða við marga umsækendur! Allavega ekki þá fjölmörgu sem ég veit að um sækja. Í golfmótinu í dag sagði mér kona að hún hefði farið í 5 viðtöl og ekki fengið neitt að vita hvað úr þeim kemur. Aðra konu veit ég um sem sótti um vinnnu í mars eða apríl og hefur ekki fengið nein viðbrögð. Sjálf sótti ég um vinnu þar í vor. Fór í spurningalistapróf og hef ekkert heyrt frá Alcoa. Það er spurning hvort hér er um sýndar auglýsingar að ræða. Er Alcoa að auglýsa eftir fólki eða ekki. Og ef fyrirtækinu er í mun að fá fólk, af hverju er umsóknum ekki svarað? Ég veit um konu sem hefur pantað viðtal við forsvarsmann Alcoa á Austurlandi. Sá umsækjandi ætlar að krefjast svara. Ég geri það hér með líka.  Hvað er að marka að ráða eigi 400 manns, jafnt konur og karla - á öllum aldri til starfa?

Átti sólríkan og góðan dag á Byggðarholtsvelli. Hef oft leikið betur en líka oft verr. Aðalmálið var að hafa gaman af. Lék með frænkum og frændum frá Eskifirði og var bara gaman að rifja upp hver er skyldur hverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján R Bjarnason

Jam þetta er nokkuð rétt.. ég sjálfur sótti þarna um og hef ekki heyrt neitt i teim í meyra en 2 mánuði.. fór samt í 2 viðtöl og einusinni i spurningar próf eða hvað sem þeir kalla þetta..

Kristján R Bjarnason, 20.8.2006 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband