Allt gongur væl

Kom hingað í fyrrakvöld eftir rúmlega klukkustundar flug frá Reykjavík. Mikið óskaplega má Flugfélag Íslands skammast sín fyrir þá afgreiðslu sem það veitir Flugfélagi Færeyja. Á samt ekki von á að það kunni að skammast sín. Við komumst af stað hálftíma eftir áætlaðar brottgör, seinagangurinn í afgreiðslu út úr landinu var slíkur.En það var gott flug en sú harkalegasta lending sem ég hef lent í og hljóðuðu margir. Tóra og Hassi biðu í flugstöðinni og fór ég með þeim heim. Við töluðum saman langt fram á nótt og í svaf til klukkan tíu í gærmorgun. Við fórum svo til Þórshafnar en ekki var annað viðkomandi en þau keyrðu mig þangað. Við fórum fyrst í SMS og síðan í heimilið mitt næstu þrjár vikur eða svo. Yndisleg kona tók á móti mér og ég tók ekki einu sinni upp úr töskum fyrr en ég koma heim eftir fyrsta skóladaginn. Við fórum og fengum okkur kaffi og tertu á kaffihúsi niður við höfn og eftir það fór ég heim, verslaði smávegis. Og síðan í fyrsta tímann sem var aðallega kynning og kvöldverður á eftir. Aðaltungumálið var enska en á námskeiðinu er fólk frá 15 löndum. Flestir frá USA og Canada. Það kom mér mjög á óvart þegar til mín kom ungur maður og talaði við mig á íslensku. Hann er frá Norður Dakóta og á ættingja í Mjóafirði og Eskifirði. Strákur frá Austurríki og maður frá USA hafa verið að læra íslensku og um tíma var talað saman á íslensku. Tvær stelpur önnur frá Canada og hin frá USA hafa verið á Íslandi og allt í einu var Ísland orðið aðalumræðuefnið á hluta borðsins.Ég er vitanlega aldursforsetinn! Auðvitað varð ég að vera eitthvað. Minnti mig á skólann okkar Stellu í Scharboroug þar sem við vorum aldursforsetar. Ég hélt lengi vel þegar við stóðum fyrir utan og biðum eftir að okkur yrði hleypt inn að þarna væri kona á mínu reki, en þegar nær kom sá ég að hún var ólétt, svo það gekk ekki upp.Við matarborðið sá ég í fyrsta skipti banana borðaðan með gaffli – auðvitað fyrir utan þá grilluðu með After eight bræddu ofan í. En ein stúlkan skar bananann upp og borðaði með gaffli. Einn ungur en svakalega stór og feitur frá USA tók hverja salatskálina á fætur annarri þegar allir voru búnir að borða og át afgangana upp úr þeim.Þetta verður spennandi, það er ég alveg viss um. Á laugardaginn á að ganga til Kilkjubæjar og taka með sér nesti. Ég held að ég nenni ekki að ganga þangað,  væri til í að fara með þessari óléttu í bíl. Langar meira að fara með Tóru og Hassa á Slættaranes en þangað hef ég ekki komið.

Á morgun verður hópnum skipt í tvennt. Annarsvegar verða þeir sem eitthvað kunna í færeysku og hinsvegar þeir sem ekkert kunna. Annars eru í hópnum upp til hópa ungt fólk sem hefur haft tungumál sem sérgrein í mörg ár. En það dugar þeim ekki hér. Eg hefur tosað föreysk i allan dag og tað gongur bara væl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband