Ganga og færeyskur dans

Ég hef ekki verið svona hátt uppi, í þess orðs fyllstu merkingu það er að segja á tveimur jafnfljótum, í háa herrans tíð. Það var gönguferð úr skólanum til Kirkjubæjar og yfir fjall að fara. Nei, nei ekki svo hátt, bara jafnt aflíðandi sagði umsjónarmaður hópsins. Komst þó lifandi alla leið en drottinn minn ef þetta er það sem fjallgöngufólk er að sækjast eftir, þá bið ég það bara vel að lifa.Það var skítaveður og rigning með köflum. Það hafði þó spáð ælingum og sólglottum en það stóðst ekki, nema ælingarnar komu. Svo hvasst á köflum að ein stelpan sagði þegar ég bauðst til að taka bakpokann hennar; nei ég þori þess ekki ég er svo hrædd um að fjúka. Stígarnir sem við fórum eftir voru ákkúrat fyrir kindur með mislanga fætur, svona til að ganga í hlíðum. Meira að segja mamma sem alltaf gekk eins og fyrirsæta, svona með aðra löppina beint fram fyrir hina, hefði varla meikað þetta. En við komumst öll, nema þessi sem át úr salatskálunum, honum var ekið.Við fengum að venju góðar móttökur á Kirkjubæ. Staðarhaldarinn sagði okkur sögu staðarins og var gaman fyrir mig að vera eini íslendingurinn í hópnum. Eins og hann sagði við mig þegar við kvöddum ég held mest upp á Ísland á eftir Færeyjum. Ég sagði honum að ég sneri þessu við héldi mest upp á Færeyjar á eftir Íslandi. Já það er gott að vera íslendingur í Færeyjum. Ég fann það líka vel þegar ég fór á fund í gærkvöldi.En það er ekki allt búið enn. Það er Færeyskur dans í skólanum klukkan átta í kvöld. Ég fer auðvitað þangað. Er búin að fara í sturtu, hefði viljað leggjast í heitt baðkar til að lina upp vöðvana, því er viss um að ég fæ alveg hroalega harðsperrur á morgun. Bjó mig samt svolítið undir þessa göngu í gærkveldi með því að labba um í góðan tíma.Aðeins að kennslunni. Þessi 30 manna hópur sem ég nú tilheyri en samansettur af fræðingum í tungumálum. Unga konan sem ég sit hjá er alveg einstök, allt sem viðkemur tungumálum, málvenjum og málfræði er eins og opin bók fyrir henni. Og þegar ég sagði staðarhaldaranum á Kirkjubóli að við værum 4 hérna sem töluðum íslensku, sagði hún ósköp hógvær, og ég líka. Það fer öll kennslan fram á ensku og finn ég mikið til þess að skilja ekki allt sem sagt er. Gengur vel í öllu öðru en málfræðiheitunum og fyrirlesarnir er með ansi stembið mál. En þetta er gaman. Þarf að lesa einn málfræðikaflam fyrir mánudaginn og 3 kafla í textabókinni. Verð að standa mig í þessu því ég gerði ekki síðast það sem fyrir var sett. Var að hlægja með Ingibjörgu og Dabba.Og svona var í Kalkksvík:Amy Diamond fór á pall á Summarfestivalinum í oysandi regni og nakað av vindi var eisini, men heitu rútmurnar savnaðu fleiri túsund á Vágsbø
Talan var um sól og summarrútmur, ið mest bjóða til stuttar buksur, sól, bambussmáttur og heitan dans, tá Amy Diamond fór á pall á Vágsbø.
Men veðrið spældi ikki við. Tað oysregnaði og eitt lot var eisini. Alt meðan pallurin tyktist í syrgiligari standi, og baktjaldið smoygdi sær niðureftir, fór tónleikabarometrið uppeftir
. En svo skein sól!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hvað þú ert góð í þessu blessaða tungumáli .....;)

held að ég geri eins og þú og kaupi mér útvarp , ég er svo oft með ipot en það er auðvitað þjóðráð að hlusta á talað mál á meðan maður skannan bæinn...verður gaman að fylgjast með blogginu þínu , skólafélagarnir eru greinilega efni í margar greinar....skemmtilegt !!

tölum saman ....:)

svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 22:51

2 identicon

Svanhildur, ég er ekki svona gód í málinu, ég gerdi bara copy - pasta

Elma (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband