Allt gott hér í Færeyjum - frítt í strætó

Það eru framlenginarsnúrur hér um allt og ég, þessi rafmagnsfróða manneskja, veit stundum ekkert í minn haus. Það þarf að slökkva já eða kveikja á viðeigandi rofum. Ég lenti í mesta baksi í gærmorgun þegar ég ætlaði að fara að þvo. Þegar ég hafi loksins skilið stillingarnar á þvottavélinni og ætlaði að kveikja á henni gerðist ekkert. Það tók mig nokkra stund að finna aðalrofann, stóra gráa sveif uppi undir loftinu á þvottahúsinu. En það tókst og vélin fór í gang. Verð fróðari þegar ég nota þurrkarann hélt ég en svo var ekki! 

Já ég ætlaði að segja ykkur frá færeyska dansinum í fyrrakvöldi. Við nemendurnir mættum nánast allir. Turid tók nokkur spor til að sýna sporin, það eru ekki allir eins heppnir og ég að hafa stigið færeyskan dans á mörgum góðum stundum. Boðið var upp á kaffi og meðlæti. Upp út níu komu félagar úr dans- og kvæðafélagi Þórshafnar og færeyskur dans var stiginn af miklum móð til hálf ellefu. Stigað fast og fjöl og fast kveðið. Mikil skemmtun. Nú þarna var auðvitað einn íslendingur og hafði meira að segja unnið í Dráttarbrautinni 1973. Hann minntist helst Ragnars hafnarstjóra og spurði hvað hefði orðið um strákinn hans sem hugsaði bara um hesta!Það hefur ekki verið hægt að segja neitt gott um veðrið þessa daga sem ég hef verið hérna. Endalaus rigning og það er sama hér og heima; veðurfræðingar ljúga! Aðalveðurfræðingurinn hérna var líka aðal kvæðamaðurinn í fyrrakvöld, kannski hefðum við átt að stíga sóldans, en höfum líklega stigið regndans.

Það varð loksins skaplegt veður seinnipartinn í gær, en framan af degi rigndi. Fór í Norræna húsið til að fletta íslensku blöðunum en þá voru þau horfin. Fór svo seint í gærkveldi út að borða með Svanhildi og Dabba, en hann er að fara til Brussel í dag. Við Svanhildur ærlum að gera eitthvað saman, t.d. að fara á Sjómannadaginn í Klakksvík 18. ágúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Það er svo gaman að lesa skrifin þín! :) Gott að þú skulir skemmta þér svona vel, endilega taktu mynd af bekknum þínum. alla vegna þessum dúllu karli sem bættist í hópinn... hann er örugglega eitthvað fyrir mig

Úrsúla Manda , 6.8.2007 kl. 14:01

2 identicon

Nei Úrsúla, hann er sko ekki fyrir tig.

Elma (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband