7.8.2007 | 07:54
Persónuleg hús og blítt fólk
Hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að verða strætófíkill þá hefði ég auðvitað hlegið. En það er ekki verri fíkn en hver önnur. Ég fer í strætó hérna í Þórshöfn og ég er ekkert að bíða eftir strætó ég tek bara þann vagn sem kemur fyrstur á stoppustöðina sem ég býð á. Þetta þýðir auðvitað að ég er stundum að fara lengri leiðina, en það gerir bara ekkert til. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og ég nýt þess.
Mér finnst húsin hérna eitthvað svo miklu persónulegri en heima á Fróni. Mér finnst í raun og veru engin tvö hús vera eins en er þó viss um að svo er. Þau standa bara ekki hérna hlið við hlið, svo ég tali nú ekki um í löngum röðum. Eins og ég hef áður sagt er frítt í strætó og einn bílstjórinn sagði mér að það notuðu fleiri strætó en áður, en þetta er eins árs tilraun hjá borgarstjórninni. Þórshöfn spannar orðið býsna stórt svæði en þó það sé gaman í stræó hef ég ekki ennþá lent í Kollafjörð eða á Velbastað.Það var einkennilegt að labba í bæinn á sunnudaginn. Það sást ekki ein einasta manneskja á götunum og örfáir bílar voru á ferð. Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu en svona var það samt. Það eru ótrúlega margir matsölustaðir hér í Þórshöfn og ennþá ótrúlega að þeir skuli þrífast í ekki stærra samfélagi. Þetta hef ég eftir leigusala mínum, sem bauð mér í kaffi og tertu á sunnudaginn.
Það var býsna annasamt í skólanum í gær. Kennslunni breytt þannig að nú erum við hluta dagsins í 10 manna hópum og það er bara töluð færeyska, mér finnstt að þetta hefði átt að gera strax í upphafi. Fyrirlesarinn í gær fjallaði um Færeyjar samtímans og kom oft inn á að Færeyingar sækju margt til Íslands meðal annars væri afstaða þeirra til Evrópska efnahagssvæðisns sú sama. Mér varð á að kreppa handlegginn og segja; yes. og uppskar mikið klapp fyrir! Hann hékk þurr í gær og það var bara hlýtt á tímabili. Ég fór í Norræna húsið. Þar var rúmlega vikugamalt Morgunblað og látum það nú vera, en færeysku blöðin voru líka vikugömul. Er þetta fólk virkilega ekki að vinna vinnuna sína, eða á þetta að vera svona. Þetta eru eins og sumar heimasíður, þar er fólk sem er ráðið til að sjá um þær, en vinnubrögðum margra þeirra er mjög ábótavant.
Ég verð að deild með ykkur einu ljóði sem ég fann, mér finnst það bara svo yndislegt.
Eg oyggjar veit
Eg oyggjar veit, sum hava fjøllog grøna líð,og taktar eru tær við mjøllum vetrartíð;og áir renna vakrar harog fossa nógv;tær vilja allar skunda særí bláan sjógv.Gud signi mítt føðiland Föroyar.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 17
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 160817
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,hæ
Frábært að lesa hvað þú hefur það gott..........og takk fyrir spjallið í júli. Harðfiskurinn bjargaði alveg ferðalaginu, þurftum að bíða í tvo og hálfan tíma á Kastrup um hánótt.........ohh hvað hann bragðaðist vel
Ástarkveðjur héðan frá Dk.
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.