23.8.2006 | 10:28
Er ég fyndin?
Það er ekki talið að fyndni sé ættgeng. Takið eftir fyndni er ekki ættgeng. Þessi vísindi komu fram í breskri könnun sem gerð var nýlega. Þetta finnst mér skrítið þar sem stór hluti minnar fjölskyldu er fyndinn. Ekki í útliti, heldur hvernig þeir segja frá og eru lifandi. Yngri systkini eru líka fyndnari en þau eldri. Ég hefði viljað að athugað hefði verið hvort hrekkir væru ættgengir. Hvort það væri til hrekkjagen. Þá hefði ég skilið þetta allt saman.
Og að allt öðru. Af hverju í ósköpunum er vefmyndavélinni sem sýnir veðrið í Neskaupstað beint að höfninni? Getur verið að það sé vegna þess að Síldarvinnslan eigi hana? Sama er uppi á teningnum á Reyðarfirði, sýnt frekar dapurt svæði á hafnarbryggjunni sem bráðlega verður minjasafn rusls sem safnast þar fyrir. Vefmyndavélin á Eskifirði vísar í átt að byggðinni og svoleiðis á það auðvitað að vera á öllum stöðunum. Í Guðs bænum lagið þetta.
Það þarf ekki að svara fyrisögninni. Ég veit það.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.