8.8.2007 | 06:45
Sól og hlýtt
Það var ekki lítið sem við fengum að vita um jarðsögu Færeyja í gær. Flottur fyrirlestur og mjög áhugaverður sem endaði á náttúrugripasafninu. Eitt vafðist þó svolítið fyrir mér af hverju samanburðurinn var nánast eingöngu á milli Færeyja og Hawai í fávisku minni hélt ég að nærtækara væri að bera saman við næstu lönd, sérstaklega þó Ísland.Skemmtilegustu tímarnir eru hjá Zakaríasi. Þá tölum við færeysku og þeir tímar líða alltof fljótt. Tímarnir hjá Randí eru líka frábærir. Skemmtilegur og umfram allt líflegur kennari.
Nú er búið að ákveða að við förum í siglingu undir Vestmannabjörgin á fimmtudagskvöldið, eða seinni partinn þann dag. Er þetta gert vegna óhagstæðrar veður spár á laugardaginn. Fyrir mig er þetta happafengur, þá get ég farið með Tóru og Hassa á Slættarnes á laugardaginn ef veðrið verður þá skaplegt.
Þar sem ég sat og beið eftir strætó, eftir langa göngu, hugsaði ég með mér að hefði ég satið þarna og beðið fyrir svona 25 eða þrjátíu árum eða svo hefði örugglega einhver verið búinn að stoppa og bjóða mér að keyra mig. En þetta er öðruvísi í dag. En Færeyingar eru einstaklega hjálpsamir og vil ég segja ykkur litla sögu sem gerðist í dag. Þegar strætóinn loksins kom, þið vitið tíminn er svo langur að líða þegar maður bíður, hoppaði ég bara upp í. Ég tók samt fljótlega eftir að ég var að fara nýja leið. Fyrir gleðilega rest var vagninn kominn nánast á hæsta punktinn við Þórshöfn og ég ein í vagninum fyrir utan bílstjórann. Útsýnið var ægifagurt. Sólarlaust en bjart og logn. Ég horfði hugfanginn yfir bæinn, höfnina og nálægar eyjar og tók ekki eftir að vagnstjórinn væri að tala við mig. Það hlaut þó að vera því ég var eini farþeginn. Hvert ætlaðir þú spurði hann. Á Jóhannesar Paturssonar götu sagði ég. Ég fer ekki lengra sagði hann, hérna verður vagninn til hálf átt. Klukkan var sex. Ég sá strax að ef ég ætlaði að ganga heim tæki það ekki minna en einn og hálfan tíma svo ég spurði hvort ég mætti bíða. Bíddu sagði hann. Fór í talstöðina og spurði einhvern vagnastjóra hvort hann gæti komið við á tilteknum stað sem hann nefndi. Hann talaði einhver ósköp og sagði svo að hann myndi skutla mér á umrædda stoppustöð, sem hann og gerði. Sjáið þið fyrir ykkur bílstjóra í Reykjavíkurstrætó skutla ykkur nokkurra kílómetra leið? Til dæmis úr efra Breiðholti í það neðra. Mikið andskoti skammaðist ég mín en báðum fannst okkur þetta þó broslegt og líka vagnstjóranum sem tók við mér. Hann brosti laumulega út í annað og við eigum saman lítið leyndarmál, sem ég er þó að segja ykkur. Ég held að ég sleppi strætó á morgun.
Ég ætla að skrifa hérna fyrir ykkur sem þetta lesið Letingjavísuna færeysku, en hún er svona: Mánadag havi eg einki at gera, týsdag havi eg góða tíð. Mikudag má mín frídagur vera, hósdag gangi eg tonkum í. Fríggjadag geri eg hvat eg vil. Leygardagur stundar halgan til, og og so er vikan úti.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 16
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 160816
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé að þú er ansí bíssý ....tölum bara saman en stefnum á að hittast ...já eru Færeyjar ekki dásamlegar !!
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.