Fiskbúðingur og svískjugreytur

Ég borðaði með Jerry sem ég hef kallað Forrest Gump og þremur vinum hans. Ég var að koma heim úr löngum göngutúr í bænum, fór til kaupmannsins á Horninu til að kaupa mér að borða og nesti fyrir sjóferðina á morgun þegar ég rakst á Jerry. Hann vildi endilega að ég kæmi með honum heim að smakka á einhverju sem hann sagði að væri bakaður fiskur. Vinkona hans hafði gert þetta í gær. Ég ákvað að fara með honum og fór aftur inn í búðina til að fá að geyma pokann minn. Þetta fór nú svo að ég borðaði með Jerry. Roman, Kristó og Benjamín en þeir búa allir saman á Bröttugötu 20. Lýsingarnar sem Jerry gaf mér af væntanlegum mat voru þesslegar að ég vissi eiginlega ekki á hverju ég átti von. Einhverju þó ákaflega sérstöku. Móttökurnar voru höfðinglegar og mér boðnir ávexir þegar ég vildi ekki úkraníska koníakið hans Romans. Maturinn var frábær, sveskjugrautur (vantaði bara rjómann) og fyrirtaks fiskbúðingur. Allar samræðurnar og maturinn tóku svo langan tíma að pokinn minn með öllu er enn hjá Jóhnnesi Adréssyni kaupmanni.Það er með ólíkindum hvað þetta fólk sem ég er með í skólanum er áhugasamt um Ísland. Þekkirðu ekki Ögmund Jónasson, spurði Kristó. Nei sagði ég en ég veit hver hann er. Í ljós kom að Kristó hafði farið á námskeið í Háskóla Íslands og búið heima hjá Ögmundi. Jerry sagðist hafa búið á Bessastöðum í 3 daga en þegar ég sagði honum að það væri bústaður forseta landsins, hafði hann búið í nágrenninu og verið í viku í Reykholti. Roman hafði líka verið á klakanum og honum finnst Laugarvegurinn æðislegur. Benjamín er hámenntaður í norrænum fræðum, hefur lesið allar formbókmenntirnar og á þann draum heitastan að koma til Íslands. Þetta voru borðfélagarnir mínir í kvöld. Og – ekki hlægja – borðhaldið byrjaði með borðbæn. Ég get svarið það eins amerískt og hægt er að hugsa sér en við fimm vorum frá jafnmörgum löndum..Við vorum á menningarlegu nótunum í skólanum í dag. Fyrirlestur um færeyska menningu og heimsókn í listasafnið.  Þetta slór á mér í bænum í dag, sem var stútfullur af ferðamönnum, maturinn að Bröttuhlíð 20, gerði það að verkum að ég trassaði heimaverkefnið mitt. Það þýðir að á morgun verð ég að kíkja á blaðið hjá Önnu. Veðrið í dag var það besta sem hér hefur komið í allt sumar. Það spáír hlýju veðri á morgun en skýjuðu. Læt þetta duga í bili en ég hef frá svo mörgu að segja að mér líður hálf illa að hafa ekki aðgang að netinu hérna. Má þar nefna skrif í færeysku blöðunum um strandið við Flesjar, Sumarstefnuna í Klakksvík, væntanlegan sjómannadag líka í Klakksvík, væntanlega ferð á Slættarnes og guð má vita hvað meira.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 160816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband