Ég er Norðfirðingur

Það er þokuslæða í fjöllum og blankalogn. Er nokkurs staðar betra veður en á Norðfirði. Þetta er ekkert grín það er ótrúlegt hvað getur verið mikill veðramunur á milli staða þar sem örfáir kílómetrar eru á milli. Ég held að Neskaupstaður hafi átt flest ef ekki öll hitamet Austanlands í sumar að Hallormsstað undanskildum. En nóg um það, langt frá því að allir séu mér sammála.

Þú ert alveg hrikalegur Íslendingur sagði sonur minn við mig á dögunum og ég svaraði ég er númer eitt Norðfirðingur. Ætli þetta séu þessir margumtöluðu átthagafjötrar? Ég hef þá lent í verri fjötrum en þá!

Er búin að skrá mig á mót á Ekkjufelli á morgun. Vona að ég hafi af, að fara þessar 18 holur en einhver skrattinn hljóp í hnéð á mér í fyrradag og ég geng eins og... Alfa vinkona mín kom í heimsókn í gær og áttum við góða stund saman og Úrsúla og Ingibjörg Ásdís komu í kvöldmat. Talaði svo við pabba og þó það sé árið 2006 heldur pabbi að símtöl kosti það sama og fyrir áratugum. Allavega sagði hann; vertu ekki að tala lengi ég skal hringja í þig. Ótrúlegur - 93 ára gamall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,hæ
Gangi þér vel á mótinu og hafðu það gott
Kv. Jóna Harpa

Jona og fjölsk. (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband