13.8.2007 | 07:54
Vestmannabjörgin, Slættanes og yndislegt fólk
Ég hef ekki verið svona þreytt í langan tíma. Held að það sé af því að stíga ölduna í tveggja tíma siglingu í dag. Siglingin undir Vestmannabjörgin var frábær, rennisléttur sjór, ekki sól en frábært veður. Það var þó þoka á gamla vegingum sem við ókum í dag, framhjá Leynum og Kvívík, en það eru þeir staðar að Sandavogi undanskildum, sem mér eru minniststæðastar frá fyrstu ferð minni hingað. Fór þess vegna snemma að sofa og svaf eins og steinn til morguns.Ég held að Vikublaðið hérna sé nokkurs konar DV þeirra Færeyinga. Þar er fjallað um ýmsilegt sem ekki er í hinum blöðunum. Á margan hátt skemmtilegra blað. Í því var fyrir stuttu grein eftir Óla Jákup Rólantson. Hann gerir grín af því sem hann kallar skinheilagleika landa sinna og nefnir að þeir skuli hafa valið sem þjóðhátíðardag dauðadag erlends kaþólikka. Meirihluti þjóðarinnar viti ekki hvort það sé Haraldsson eða Tryggvason sem haldið er upp á. Á þjóðhátíðardaginn drekki færeyingar sig fulla á almannafæri nokkuð sem þeir væru fangelsaðir fyrir annarsstaðar. Og áfram heldur Óli Jákup; tit tosa føreyskt, men öllum bløðini í kioskunum eru donsk. Tit gravla gamlar danskar Kingosalmar framaftur at syngja almenn høvi og spenna bringuna úr tykkum í føroyskum klæðum, á meðan tit syngja danskt. Tit tosa betri dansk en hetlendingar og skotar tosa enskt os so høvdu tit kortini ikki føroyska málið á listanum yvir undur.Já Óli Jákup stingur á ýmsu.Já það stendur ýmislegt skemmtilegt í færeysku blöðunum og ekki spillir fyrir að málið er einstaklega skemmtilegt. Eitt eiga blöðin sameiginlegt það er fjallað ítarlega um færeysk málefni, bæði líðandi stundar og framtíðarinnar. Það er t.d. þegar farið að fjalla um hver verði næsti biskup færeyinga en í það embætti verður skipað 1. des. n.k. og í skrifum um það kemur fram að margir prestar í færeyjum er á móti kvenprestum. Ég þori nú ekki að minnast á afstöðu eyjaskeggja til samkynhneigðra.Helgin var hreint út sagt frábær. Fór eftir hádegi á laugardag með flugvallarrútunni í Sandavog. Úr svarta þoku í Þórshöfn í sól og blíðu á Vogey. Fórum svo síðdegis á Slættanes og þar átti ég yndislegar stundir. Vestmannasundið ægifagurt blasti við í allri sinni dýrð bjart í allar átti. Ég er ekki hissa þó einn samstúdent minni hafi spurt, hafi hann upplifað svona andartak; sést frá Íslandi til Færeyja? Og þegar ég neitaði því og sagði honum að það væru um 240 mílur frá austasta odda Íslands að Mykinesi spurði hann; en á milli Íslands og Grænlands?Það komu hátt í 300 manns á Slættarnes. En fyrirfram höfðu þeir sem undirbjuggu þessa hátíð búsist við helmingi færri. Það skipti í sjálfu sér engu máli því nóg var að bíta og brenna. Eitt það besta skerpu- og rastakjöt sem ég hef smakkað og annað allavega álegg, kaffi, te og kökur. Ég lýg því ekki þegar ég segist aldrei hafa verið kysst annað eins, bæði af konum og körlum, af fólki sem ég hef þekkt í áraraðir.Ferjað var frá Oyragjogv að Slættanesi á eldgömlum trébáti sem hafi að vísu verið gerður upp en var notaður sem póstbátur á sundinu fyrir hátt í einni öld. Það voru auðvitað hvorki björgunarvesti eða björgunarbátar um borð. Nokkrir línubelgir voru hafðir til taks ef svo illa vildi til að einhver
. Ég kom til Þórshafnar aftur síðdegis í gær, þoka og rigning og ljóst að ekki yrði farið á Ovestefnu. Þá mæltum við Svanhildur okkur mót á kaffihúsi og fórum síðan að borða á Hvonn. Fínum stað á Hótel Tórshavn. Mikið var spjallað og mikið hlegið, einstaklega góð stund. Mest hlógum við samt að því að það eru um 100 metrar á milli skólans hjá mér og Ellisheiminu sem Svanhildur vinnur á. Hef verið í sambandi við Jóhann í rúmlega sólarhring. Camilla er komin af stða, en þegar þetta er skrifað gengur hægt. Kannski Jóhann Freyr fái nýtt barn í afmælisgjöf. Vona þó að svo verði ekki. - Hann eignadist dóttur í nótt!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 16
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 160816
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku til lukku elsku Elma mín!! Vá ef ég tel rétt (vona að ég sé ekki að gleyma neinum) að þá er þetta 6 barnabarnið!! Ekkert smá rík
Greinilega mikið stuð hjá þér. Við förum 31. ágúst, þú verður alveg komin er það ekki?
Úrsúla Manda , 13.8.2007 kl. 09:14
Takk elskan. Rétt mín kæra. Nú á ég 6 barnabørn og 3 barnabarnabørn. Hver var ad tala um ad vinna í happdrætti, ég hef svo sannarlega fengid stóra vinninginn, nei ekki bara einn, marga. Já ég verd vonandi komin ádur en tid farid. Rigning í Tórshavn!
Elma (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.